16.6.2018 | 11:57
Hópefli örþjóðar lengi lifi! "Koma svo!"
Fyrir langmminnstu þjóð sem oft þarf á öllu sínu þreki og sinni samstöðu að halda eru hópefli og alefling mjög mikils virði.
Allir þurfa að leggja sitt af mörkum í smáu og stóru. Það gildir jafnt í mótbyr og andbyr og þess vegna er einstæður atburður eins og sá að koma landsliði á úrslitakeppni í HM í knattspyrnu afar mikils virði.
Í sögu okkar eru lýsandi atburðir af þessu tagi, til dæmis fyrsti íslenski Evrópumeistarinn í frjálsum íþróttum 1946, glæsilegur árangur okkar manna á EM í frjálsíþróttum 1950, Nóbelsverðlaun Laxness 1955, viðbrögðin við Heimaeyjargosinu 1973, Leiðtogafundurinn 1986, fyrsti kvenforsetinn í lýðræðislegum kosningum 1980 og heimsfrægð Bjarkar Guðmundsdóttur.
Á næsta ári verða 50 ár síðan ég var þátttakandi í hópefli íslensku landsliðanna í knattspyrnu og handbolta með tveimur lögum, Jóa útherja fyrir KSÍ og landsliðssöngurinn fyrir HSÍ, og því tilefni til að blanda sér í hóp þeirra sem hafa nýtt sér tónlist til að leggja landsliðinu á HM lið, sjá facebook síðu mína og Youtube: Áfram Ísland! Koma svo https://youtu.be/wiq6JCEzIPM
Myndir: Ólýsanleg stemning í Rússlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.