Tvær þjóðir til sjós og lands?

Þjóðhátíðardagurinn og íslenska landsliðið efla samstöðu og samheldni þjóðarinnar og má ekki gera lítið úr því. 

En tekur við mánudagur þar sem grár hversdagsleikinn og klofningur sækja að, því að um margt má segja, að tvær þjóðir búi í landinu, hvað snertir kjör og aðstæður. 

Hluti þjóðarinnar lifir og hrærist í öðru hagkerfi en hinir, sem lifa í krónuhagkerfinu, með allt öðrum vöxtum og lakari kjörum, ekki aðeins í tekjum, heldur einnig í möguleikum á ávöxtun peninganna. 

Hluti af því kom upp á yfirborðið þegar Panamaskjölin urðu lýðum ljós. 

Þeir stóru verða stærri en hinir smáu er hlunnfarnir og þeim haldið niðri á hinn fjölbreytilega hátt skerðingu tekna og lífeyris. 

Þessi tvískipting er bæði til sjós og lands eins og glöggt kemur fram í gjánni á milli stórra og smárra útgerða. 

Hið hlálega og raunar dapurlega er að stórútgerðirnar nýta sér bágindi hinna smáu til þess að halda áfram að raka að sér gróða á þeim forsendum, að séu veiðigjöld ekki lækkuð verulega yfir alla línuna, fari allt í kaldakol hjá smærri útgerðunum og á smærri útgerðarstöðunum. 

Kvótinn var upphaflega sannkallaður gjafakvóti, sem fékkst ókeypis og hefur aldrei verið borgaður eigendunum, þjóðinni, til fulls. 

Tilvist litlu þorpanna og litlu útgerðanna allt í kringum landið er ekki aðeins mál sjávarútvegsins, heldur eru hinar dreifðu sjávarbyggðir dýrmætar fyrir ferðaþjónustuna og ímynd, sjálfsvitund og menningu þjóðarinnar, sem ásamt einstæðri náttúru gefur hundruð milljarða af sér í hinum nýjsprottna höfuðatvinnuvegi þjóðarinnar.  

 


mbl.is Rekstur smárra útgerða erfiður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

*Hluti þjóðarinnar lifir og hrærist í öðru hagkerfi en hinir, sem lifa í krónuhagkerfinu, með allt öðrum vöxtum og lakari kjörum, ekki aðeins í tekjum, heldur einnig í möguleikum á ávöxtun peninganna.

Reyndar búa allir í krónuhagkerfinu.  Hinsvegar fái ekkert allir sömu vextina: sumir fá venjulega bankavexti, aðrir fá óvenjulega bankavexti. 

Á móti þá eru nú fæstir sem græða mest á því að eiga pening í banka.  Alvöru ríkir menn hafa tekjur.

*Hluti af því kom upp á yfirborðið þegar Panamaskjölin urðu lýðum ljós. 

Þeir voru blindir sem ekki vissu þetta fyrir.

*Þeir stóru verða stærri en hinir smáu er hlunnfarnir og þeim haldið niðri á hinn fjölbreytilega hátt skerðingu tekna og lífeyris. 

Það er heldur ólíklegt að einhver sem er á lífeyri verði eitthvað stórt batterí einhverntíma úr því sem komið er.

*Hið hlálega og raunar dapurlega er að stórútgerðirnar nýta sér bágindi hinna smáu til þess að halda áfram að raka að sér gróða á þeim forsendum, að séu veiðigjöld ekki lækkuð verulega yfir alla línuna, fari allt í kaldakol hjá smærri útgerðunum og á smærri útgerðarstöðunum. 

Það allra fyndnasta er að þetta er alveg rétt hjá stóru útgerðunum, sem stækkuðu talsvert við það að veiðigjöld voru hækkuð, einmitt vegna þess að þá gátur þær sölsað undir sig eignir smærri útgerða sem réðu ekki við veiðigjöldin.

Þær eru orðnar núna "too big to fail."

*Kvótinn var upphaflega sannkallaður gjafakvóti, sem fékkst ókeypis og hefur aldrei verið borgaður eigendunum, þjóðinni, til fulls. 

Er kenningin sem menn eru að vinna út frá að útgerðin hafi svikið allt undan skatti?

*Tilvist litlu þorpanna og litlu útgerðanna allt í kringum landið er ekki aðeins mál sjávarútvegsins, heldur eru hinar dreifðu sjávarbyggðir dýrmætar fyrir ferðaþjónustuna ...

Nú ætla ég að vona að ferðaþjónustan verði ekki höfuðatvinnuvegur þjóðarinnar.  Vegna þess að lönd verða aldrei rík á ferðaþjónustu.  Það er alveg góð ástæða fyrir því að ferðaþjónustan svindlar meira undan skatti en nokkur önnur atvinnugrein: þeir hafa svo miklu minni tekjur.

Ásgrímur Hartmannsson, 18.6.2018 kl. 08:58

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ef við sleppum ferðaþjónustu eru eftir sjálfsímynd, menning, saga, virðing og heiður þjóðarinnar hvað varðar til dæmis svonefnt menningarlandslag. 

Ómar Ragnarsson, 18.6.2018 kl. 09:42

3 identicon

Gjáin á milli stórra og smárra útgerða er aðallega til komin vegna þess að stærri útgerðirnar eru með rekstur og fyrirtæki erlendis, veiða á fjarlægum miðum og eru ekki eins háðir kvótasetningu ríkisins og veiðigjöldum. Stórútgerðirnar munu halda áfram að raka að sér stórgróða með starfsemi utan landhelginnar hver sem veiðigjöldin verða og hvort veitt verði yfir höfuð eitthvað við ísland. Og þar sem veiðigjöldin miðast við afkomu heildarinnar en ekki hvers og eins þá bíta þau harðast þá sem ekkert geta hagrætt og ekki sótt tekjur á fjarlæg mið þar sem veiðigjöld eru engin.

Græðgin, öfundin og frekja þeirra sem telja sig eigendur fisksins mun, hefur gert og er að gera út af við smærri útgerðirnar. Og ekki er það hvetjandi fyrir þá sem hefðu áhuga á útgerð að sýni einhver útgerðarmaður hagnað þá er honum bölvað í sand og ösku og hann umsvifalaust þjófkenndur.

Hábeinn (IP-tala skráð) 18.6.2018 kl. 16:47

4 Smámynd: Már Elíson

Já Hábeinn...Það er vegna þess að útgerðarmenn og útgerðir (taktu sjálfur Samherja eða Brim sem dæmi fyrir sjálfan þig) eru að sölsa undir sig og færa peninga til útlanda (önnur saga og lengri), berast á, væla, fela peninga í skattaskjólum, fá pólitíkusa með sér í lið til að ste.. og hvaða orð notaðir þú þarna síðast...Einmitt, stela frá þjóðinni var það. - Auðvitað veistu þetta....Nema þú hafir hagsmuna að gæta (?)og/eða sért í liði með þeim og bakkir þjóðar-þjófnaðinn upp ? - Tja....

Már Elíson, 18.6.2018 kl. 20:19

5 identicon

Það sem ég veit Már er að enginn skortur er á ásökunum öfundarmanna og annarra lítilmenna, en lítið fer fyrir sönnunum. Þrátt fyrir stöðuga rannsókn seðlabanka og saksóknara, húsleitir og yfirheyrslur. Ekkert. En þegar fólk þarf að knésetja þá sem þeim er í nöp við og öfunda, þá er þægilegt að geta sannfært sjálfan sig um hversu slæmir þeir eru. Og þá þarf engar sannanir, engin rök og jafnvel ekki trúverðuga sögu, sannfæring fyrir víðtækasta samsæri Íslandssögunnar nægir.

Hábeinn (IP-tala skráð) 18.6.2018 kl. 23:33

6 Smámynd: Már Elíson

Þú hafnar sem sagt ekki því sem ég segi og ert kominn í svínastíuna til til að samþykkja þjófnað og peningaflutninga í skattaskjól útgerðarbófanna. Gott hjá þér að skrifa undir það. - Þar sem þú villir á þér heimildir og þorir ekki í aumingjaskap þínum að birta andlit þitt til staðfestingar kjaftæðinu í þér og standa við orð þín, ertu ekki marktækur og þar af leiðandi kjaftaskur par excellence. - Aumkunarverður.

Már Elíson, 19.6.2018 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband