2300 börn "vernduð" áfram.

Miðað við hinn einbeitta stuðning, sem heitir fylgjendur Trumps hafa veitt þeim aðgerðum að aðskilja börn ólöglegra innflytjenda frá foreldrum sínum, hlýtur að vera rökrétt, að þessir fylgjendur þess að setja börnin í búr og "vernda" þau eins og dýr, fagni því að þau börn, sem þegar eru komin í búr, verði vernduð þar tryggilega áfram. 

Slíkt er talið nauðsynlegt til þess að tryggja þjóðaröryggi Bandaríkjanna, sem að sjálfsögðu hefur forgang allt annað, jafnvel varðandi það að Bandaríkin tryggi sér hernaðarlegt alræði i geimnum, sem er á stefnuskrá Trumps. 

Að ekki sé nú talað um brýna nauðsyn þess að hefja hörku tolla- og viðskiptastríð við þjóðir um veröld víða. 

 


mbl.is Brast í grát við fréttaflutninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Silja Bára útskýrir þetta brjálæði vel í þessu viðtali.http://www.visir.is/g/2018180629758/adskilnadur-barna-og-foreldra-illa-igrundud-akvordun-thad-eru-brjalaedisleg-grodasjonarmid-a-bakvid-thetta-

Ragna Birgisdóttir, 21.6.2018 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband