22.6.2018 | 12:06
Veruleikinn er stundum lygilegri en skáldskapur.
Fullkomnir tölvuhermar eru mikils virði en veruleikinn er hið eina algilda. Veruleikinn er stundum lygilegri en skáldskapur.
Ofurtölva í London ætlaði samkvæmt prentaðri niðurstöðu á strimli, að loka öllu innanlands- og millilandaflugi til og frá Reykjavík og Keflavík vordag einn 2011 vegna ösku frá gosinu í Grímsvötnum.
Mælitæki um borð í einshreyfils vél, sem Jónas Elíasson prófessor hafði smíðað og kostaði 0,000..eitthvað prósent af ofurtölvunni sýndi hins vegar fram á prentuðum strimli, að það var mengunarlaus heiðríkja við gervallan Faxaflóa.
Veðmálin fyrir bardaga Tysons og Buster Douglas voru 49:1, Tyson í hag, stærsta tala af þessu tagi í sögu keppni um heimsmeistaratitilinn í hnefaleikum.
Buster Douglas rotaði Tyson.
Veðmálin fyrir bardaga Liston og Ali 1962 stóðu 7:1, Liston í vil. Ali vann.
Aðeins einn veruleiki er skýr fyrir leik Íslands í dag: Íslendingar verða að vinna, hvað sem hermar segja. "Áfram Ísland! - Koma svo!" er því á facebook síðu minni í dag.
53% líkur á að Ísland komist áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.