Fjórir kyrrir leikmenn voru áhorfendur.

Munurinn á argentínska og brasilíska liðinu speglast í táknrænu þriðja marki Króatíu, þar sem fjórir argentínskir leikmenn stóðu aðgerðarlausir og horfðu á Króatíumenn rétt fyrir framan sig leika sér að því að skora þriðja mark sitt í leiknum. 

Þetta voru leikmennirnir, ekki þjálfarinn. 

Brasilíumenn voru að vísu orðnir full pirraðir egar leið á leikinn og Neymar með leikaraskap til að fiska víti, en þeir gáfu sig alla allt til enda leiksins og Neymar framkvæmdi meira að segja sirkusatriði í næstsíðustu sókn Brassanna. 

Það sást í lokin hvað hann og félagar hans höfðu lagt á sig til þess að brjóta mótherjanda á bak aftur í lokin og slíkt sjálfsfórnarhugarfar verður vonandi til enda í leik okkar við Nígeríumenn, gagnstætt því sem þeir gerðu í vináttulandsleiknum við Ghana. 

 

 


mbl.is „Þetta eru ósannindi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband