Eitt í dag og allt annað á morgun.

Í þrjá aldarfjórðunga hefur Bandaríkjaforseti verið í fararbroddi fyrir vestrænar lýðræðisþjóðir í alþjóðamálum og aflað sér trausts með yfirveguðum ummælum og gjörðum. 

Einstaka sinnum hafa aðstæður þó kallað á stefnubreytingar, svo sem þegar Henry Kissinger og Richard Nixon stóðu fyrir því að taka upp samband við kommúnistastjórnina í Kína. 

Það var þó gert á yfirvegaðan og vandaðan hátt. 

Nú bregður hins vegar svo við að í fjölmörgum málum vita menn ekki deginum lengur hvaðan á þá stendur veðrið varðandi einstæðan hringlandahátt núverandi Bandaríkjaforseta í fjölmörgum málum, þar sem hann kemst ítrekað í hrópandi mótsögn við sjálfan sig, jafnvel daglega. 

Lengi vel bauð hann upp á það að fara út í kjarnorkustríð við Norður-Kóreu, síðan söðlaði hann um og sagði að engin kjarnorkuógn stafaði frá þessu lokaða landi, en segir nú, öllum á óvart, allt annað með því að lýsa yfir því að stórfelld kjarnorkuógn stafi frá landinu. 

Þessi vingulsháttur rýrir að sjálfsögðu trúverðugleika leiðtoga lýðræðisþjóða og vekur ugg og óróa. 

 


mbl.is Áfram ógn af Norður-Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtikraftar verða víst að gera grín að Trump annars púa lýðskrumar góða fólksins þá niður. Gott ef 11 starfsmanna Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar skrásetur ekki alla þá sem ekki gagnrýna Trump svo er líka til fjölmennt Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar og eitthvað verða þau nú að finna sér til dunda við

Borgari (IP-tala skráð) 23.6.2018 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband