24.6.2018 | 02:02
"Gamla konan á gangstéttinni..."
Þáttuinn 60 mínútur var með athyglisverða umfjöllun um sjálfkeyrandi bíla fyrir nokkrum vikum.
Í þættinum var rætt við marga, sem voru afar bjartsýnir á það að sjálfkeyrandi bílar væru um það bil að byrja að taka við í umferðinni í stórum stíl.
Eina viðtalið, þar sem annað sjónarmið kom fram, var við mann, sem fréttamaður þáttarins sagði vera í helstu lykilstöðunni í þessum málum.
Sá maður sagði, að áætlanir um stórfellda og almenna notkun sjálfkeyrandi bíla væri byggðar á allt of mikilli bjartsýni.
Það gæti verið meira en áratugur þar til slíkir bílar yrðu almennir.
Hann sagði ástæðuna vera þá, að umferðin væri miklu flóknari en svo að hægt væri að koma fyrir nægilegri gervigreind í bílunum, sem leysti úr öllum viðfangsefnum.
Tók hann sem dæmi gamla annars hugar konu eða karl, sem stæði á gangstétt og tæki allt í einu upp á því að ana út á götuna í veg fyrir bílinn.
Þessi gangandi vegfarandi gæti fyrir atvikið hafa sýnt af sér hegðun eða útlit, sem fengi glöggan bílstjóra til að hafa varann á, en gervigreindarbúnaður sjálfkeyrandi bíls næmi alls ekki.
Í þessu sambandi má minna á eitt af þeim fjórum atriðum, sem valda því að að jafnaði er tvöfalt meiri hætta á því að lenda í alvarlegu slysi eða banaslysi á vélhjóli heldur en á bíl. Ef vélhjólamaður passar upp á þessi fjögur atriði, getur hann minnkað áhættuna af vélhjólsakstrinum um helgimg og gert það álíka hættulegt að aka á vélhjóli og fylgir því að meðaltali að aka bíl:
1. Vera alls gáður. 55% bana- og alvarlegra slysa á vélknúnum hjólum eru vegna ölvunar eða annarlegs ástands ökumanns vélhjólsins. Samsvarandi tala á bílum er fjórfalt lægri.
2. Vera með lokaðan hlífðarhjálm á höfði.
3. Gera ráð fyrir því að enginn í kringum hann í umferðinni sjái vélhjólið og að þess vegna megi búast við hverju sem er af þeirra hálfu, til dæmis því að ana fyrirvaralaust fyrir vélhjólið hvenær og hvar sem er.
4. Að vera í góðum vélhjólaklossum á fótunum.
Horfði á Hulu undir stýri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar.
Mér er "Gamla konan á gangstéttinni" hugleikin, -
líka þegar hún er dáin og grafin.
Sennilega er það heimsmet í græðgi að ekki skuli vera
hægt að lesa um Gömlu konuna á gangstéttinni í Morgunblaðinu
fyrir þá sem ekki eru áskrifendur nema að fyrir komi
hjólbörufylli af gulli, - 13.000,- kr fyrir minningabók
hvort sem hún geymir eina grein eða 10.
Þetta er ekki hægt, Matthías!
Húsari. (IP-tala skráð) 24.6.2018 kl. 08:55
Hver vill sjálfkeyrandi bíl? Ég er með bíladellu og vil keyra sjálfur
Halldór Jónsson, 24.6.2018 kl. 14:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.