24.6.2018 | 20:31
Þegar Ari Vatanen hótaði að hætta vegna Michelle Mouton.
Það er ekki nýtt að konur verði fyrir ákveðnum fordómum varðandi akstur bíla.
Ari Vatanen var einn allra besti, ef ekki besti rallökumaður heims í kringum 1980 og hampaði heimsmeistaratitli.
Á tímabili var hann helsta átrúnaðargoð mitt og fleiri vegna snilldaraksturs.
En hann var svo óheppinn að geta ekki strax gengið í hóp þeirra ökumanna aem óku á aldrifsbílunum sem slógu í gegn 1981, en veitti þeim samt harða keppni á afturdrifs Escort bíl sínum .
Hann lét það ekki á sig fá að tefjast við að komast á aldrifsbíl, en fór hins vegar í baklás þegar franska rallökukonan Michelle Mouton fór að blanda sér í toppbaráttuna á Audi Qoattro, komst á verðlaunapalla og ógnaði meira að segja körlunum í keppninni um sjálfan heimsmeistaratitilinn.
Hún naut þess að búið var að þróa öflugt vökvastýri fyrir keppnisbíla, sem minnkaði átökin við stýrið.
Þetta ergði Vatanen svo mjög að hann sagðis myndu hætta að keppa ef Mouton yrði heimsmeistari.
Þetta þótti mér ljóður á ráði hans, en Mouton varð ekki heimsmeistari og Vatanen hélt áfram keppni.
Kona frá Sádi-Arabíu ók í formúlu 1 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.