Svipað gerðist í Gálgahraunsmálinu.

Þrátt fyrir að Árósasáttmálinn ætti að vera hluti af réttarkerfinu á Íslandi samkvæmt EES-samningnum, lögðu dómstólar sig fram um að fara í bága við þann helsta tilgang þessa sáttmála að gefa almennum samtökum jafnræði á við svonefnda lögvarða hagsmuni. 

Hundruð útivistar- og náttúruverndarfólks fengu ekki að njóta þessa sáttmála, sem er núna loksins að festast í sessi hér á land eftir að Íslendingar hafa dregið lappirnar jafnvel áratugum lengur en þjóðir Evrópu við að lögfesta hann hér. 

Í stað þess að dómsvaldið uppfylli þá skyldu sína hvað varðar þrískiptingu valdins að veita framkvæmdavaldinu aðhald er nú að verða aldarlöng hefð fyrir því að áhrifa þess gæti, að einn og sami stjórnmálaflokkurinn hefur farið með dómsmálin í heila öld, að mestu leyti einn allan þennan tíma. 


mbl.is Eftirlit dómstóla hafi brugðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er nú kannski ekki alveg sambærilegt. Í fyrsta lagi gengur það nú eiginlega gegn hugmyndinni um hagsmunagæslu almennt ef menn fara í mál til að vinna gegn eigin hagsmunum eins og þingmaðurinn gerir í þessu máli. Í öðru lagi er vandséð að verkalýðsfélag geti haft lögvarða hagsmuni af því að koma í veg fyrir að aðrir en þess eigin félagsmenn hljóti kjarabætur. Gálgahraunsmálið snerist hins vegar um hagsmuni almennings af vernd náttúruminja og með dómi í því var gengið gegn Árósasáttmálanum. Svo því sé að lokum haldið til haga snýr sá sáttmáli að náttúruvernd ekki að hagsmunagæslu fyrir þá sem vilja hindra kjarabætur annars fólks vegna öfundar.

Þorsteinn Siglaugsson, 29.6.2018 kl. 14:40

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Hindra kjarabætur annars fólks vegna öfundar." Þetta er einkennileg skilgreining á tilgangi Árósasáttmálans og enginn smáræðis sleggjudómur yfir hugsjónum náttúruverndarfólks. 

Ómar Ragnarsson, 29.6.2018 kl. 15:21

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það vill svo til að ég sat á sínum tíma málþing með ítarlegum fyrirlestri Aðalheiðar Jóhannsdóttur, núverandi deildarforseta í Háskóla Íslands og sérmenntaðrar í umhverfismálum þar sem hún fór ítarlega í gegnum Árósasáttmálann. 

En þú telur þig greinilega vita betur og afgreiðir málið léttilega sem einbera steypu af hendi hennar. 

Ómar Ragnarsson, 29.6.2018 kl. 15:29

4 Smámynd: FORNLEIFUR

Mig minnir nú að D og B hafi talið sjálfum sér trú um að útlendingar myndu nýta sér réttinn til að hafa afskipti og álit á Íslandi og myndu því með áhlaupi stöðva allan framgang í landinu, eins og þeim er einum lagið.

Líklegra var að D og B hafi óttast að missa völd, sem þeir hafa setið á svo lengi, og með þeim eyðilagt eðlilegan framgang í landinu, eins og þeim einum er lagið. Það er líklega hagsmunagæslan sem Þorsteinn er að velta fyrir sér.

Nú geta menn varið alla álagabletti, álfabyggð, og fallegar hraunþúfur etc. Hlykkjar á leið manna verða ekki lengur stöðvaðar. Hagsmunir D og B ganga ekki framar hagsmunum annarra. Það fjallar Árósasamningurinn um.

Ég leyfi mér hins vegar að benda á að samningurinn ætti að heita Árósarsamningurinn, þar sem í Árósum er aðeins einn ós á læknum. Ekki eru þarna miklir ósar eins og staðkunnugir geta staðfest og hafa aldrei verið eins og fornleifafræðingar geta staðfest. Þó Snorri Sturluson hafi gefið Árósi nafnið Árósa, er engin ástæða að hagsmunir hans séu virtir. Ég heimta nýtt og rétt nafn á samninginn, og þangað til það kemur er hann að mínu mati kolólöglegur. Ég er til í að láta lögguna draga mig og berja fyrir þá skoðun mína.

FORNLEIFUR, 29.6.2018 kl. 17:04

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þorsteinn.

"Í fyrsta lagi gengur það nú eiginlega gegn hugmyndinni um hagsmunagæslu almennt ef menn fara í mál til að vinna gegn eigin hagsmunum eins og þingmaðurinn gerir í þessu máli."

Réttarfarsreglur um lögvarða hagsmuni gera ekki greinarmun á því hvort þeir hagsmunir eru fjárhagslega í plús eða mínús fyrir málsaðilann, svo lengi sem það er um hagsmuni að ræða. Svo dæmi sé tekið er ekki langt síðan Mosfellsbær eyddi mörg hundruðum þúsundum króna í að höfða mál til innheimtu á fimmtán þúsund króna ógreiddum leikskólagjöldum íbúa í sveitarfélaginu. Bærinn hafði vissulega lögvarða hagsmuni af því að innheimta leikskólagjöldin en fjárhagslega útkoma málsins var engu að síður stór mínus fyrir bæjarsjóð. Enginn græddi neitt á því máli nema lögmaðurinn sem fékk þarna örugga greiðslu fyrir tiltölulega létt verk, þrátt fyrir að hann hafi sjálfur ekki átt neina lögvarða hagsmuni af niðurstöðu málsins.

Svo geta menn einfaldlega haft ólíka skoðun á því hvort tilteknir hagsmunir séu þeim í hag eða óhag. Til dæmis er ekki útilokað að það hefði getað haft jákvæð áhrif á orðspor þingmannsins ef honum hefði tekist að hnekkja óvinsælli ákvörðun kjararáðs, þó svo að það myndi þýða að launin hans yrðu ekki alveg eins há og þau ella myndu verða.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.6.2018 kl. 17:37

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ómar. Hvers konar dómadags þvæla er þetta? Ég er einfaldlega að benda á að Árósasáttmálinn hefur ekkert með kjaramál að gera. Hann snýr að náttúruvernd. Hvernig þú ferð að því að túlka þau orð eins og þú gerir skil ég ekki.

Þorsteinn Siglaugsson, 29.6.2018 kl. 18:21

7 identicon

Sæll Ómar.

Orðin Árós og ós beygjast eins:
Árós, Árós, Árósi, Áróss.

Orðið Árósasamningur myndað með bandstafssamsetningu: -a.

(bandstafssamsetningar:-a, -i, -u eða -s; ætli -r geti ekki talist með)

Frumleg tillaga um að þetta stjórnist frekar 
af landsháttum er jafngóð eftir sem áður!

Árásarsamningurinn kynni að vera réttnefni.

Húsari. (IP-tala skráð) 29.6.2018 kl. 18:22

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er langsótt Guðmundur að menn fari í mál í því skyni að vinna gegn eigin hagsmunum. Það er eiginlega of kjánalegt. En það er hins vegar rétt hjá þér að það kann að vera að þingmaðurinn hafi farið í málið í einhvers konar framapotsskyni. Og það er reyndar frekar líklegt. En krafan sneri hins vegar auðvitað ekki að þeim þætti.

Þorsteinn Siglaugsson, 29.6.2018 kl. 18:25

9 identicon

Kjarni alls þessa máls snýst um það fordæmi sem Kjararáð viðhafði með skefjalausum ofur-launahækkunum til handa þingmönnum og ráðherrum, auk æðstu embættismanna ríkisins.  Launa- og kjarahækkun sem stefnir öllum launamálum í slíka hættu að verðbólgudraugurinn vakni og það all hressilega.  Það er dapurlegt, líkt og Styrmir Gunnarsson hefur margoft bent á, að þar gangi æðstu menn (karlar sem konur) langt, langt, langt undan með slæmu fordæmi.

Það eitt er kjarni málsins, líkt og haft er eftir Ragnari Þór í lok tilvitnaðrar fréttar af dómsúrskurðinum, að vísa málinu frá:   

 „Nú er búið að gefa tón­inn og við mun­um að sjálf­sögðu hafa þessa ákvörðun kjararáðs, sem sam­kvæmt dóm­stól­um stend­ur, til hliðsjón­ar við okk­ar kröfu­gerð þegar við för­um inn í næstu kjara­samn­inga. Það er deg­in­um ljós­ara,“ seg­ir hann (Ragnar Þór Ingólfsson) og nefn­ir að úr­sk­urður­inn veki upp enn fleiri spurn­ing­ar en ákvörðun kjararáðs.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 29.6.2018 kl. 21:10

10 identicon

Fordæmið er komið, viðmiðið er komið.  Það stefnir í harðar og illvígar deilur á vinnumarkaði, eðlilega:  Það sem höfðingjarnir aðhafast ...

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 29.6.2018 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband