3.7.2018 | 18:45
"Svaka jeppi"?
Á síðustu árum hefur orðið og hugtakið "jeppi" verið skipulega eyðilagt í viðleitni bílafraleiðenda til þess að selja sem mest af bílum, sem hægt væri að kenna við þetta tískuorð.
Bílar eins og Renault Captur og Opel Crossland eru meðal fjölmargra jeppa sem ekki er einu sinni hægt að fá með fjórhjóladrifi og margir aðrar gerðir, sem fást bæði með framdrifi og aldrifi, eru að miklum minnihluta aðeins með framdrif.
Ástæða þess að fólk kaupir slíka bíla frekar án fjórhjóladrifs er tvíþætt. Annars vegar halda kaupendurnir að um aldrifsíla sé að ræða, af því að þeir eru kallaðir jeppar eða sportjeppar eða þá að aðalatriðið er að þeir sýnist vera á "svaka jeppa" vegna þess að útlitslega er ekki hægt að sjá munin á aldrifsbílum af gerðinni og framdrifsgerðinni.
Yfirleitt er veghæð þessara "jeppa" aðeins 17 til 20 sentimetrar án ökumanns, en um leið og kominn er farangur í bílinn eða farþegar síga þeir niður í 10-13 sentimetra hæð fjaðra þar að auki enn meira niður á við á ójöfnum vegi.
Bíllinn á myndinni hér fyrir ofan er vel heppnaður tengiltvinnbíll, sem hefur ásamt nokkkrum öðrum þá sérstöðu meðal tvinnbíla að vera fjórhjóladrifinn.
Uppgefin veghæð er 18,5 sm, en þegar fjöðrunin fer að bælast við notkun og ekki síður þegar farið er að hlaða hann með farangri og farþegum, minnkar veghæfðin mjög.
Mér er kunnugt um tvo tengiltvinnbíla af þessari gerð sem ökumenn ráku niður á fjallaslóðum af því að þeir ofmátu torfærigetu þessara "svaka jeppa."
Í báðum tilfellum skemmtust rafhlöður bílanna og þar með flókinn tölvubúnaður tengdur þeim, svo að viðgerð fór langt í tvær milljónir á hvorum bíl.
Þess má geta að fyrir fjórum árum gerði ég fræðslukvikmyndina "Akstur í óbyggðum" sem var gerð með þeirri kröfu að hún sýndi vel dýrð íslenska hálendisins en ekki síður hvernig væri hægt að auka öryggi á slíkum ferðum með fræðslu um það sem varast bæri.
Fyrirfram bjóst ég við að meira en 200 bílaleigur landsins eða samtök þeirra myndu hafa áhuga á slíkri mynd, en hið þveröfuga kom í ljós.
Enginn þorði að setja ljósið á köttinn.
Verstu dæmin á Dómadalsleið og við Ljótapoll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.