Féllu á svipaðan hátt og fyrir Íslendingum. Byrjuðu vel en lutu í gras.

Enska landsliðið er sagt hafa lagt sig fram um að læra af mistökunum, sem leiddu til taps ess fyrir Íslendingum á EM. 

Meðal þess var mikið vanmat á íslenska liðinu og áberandi lítilsvirðing. 

Þeir ensku byrjuðu leikinn jafn vel og leikinn við Króata núna, skoruðu strax mark og héldu að þeir hefðu þetta allt í hendi sér. 

En það fór á aðra lund. Afburða vel stemmt, samhent og skipulagt íslenskt lið braut þá hægt og bítandi niður, jafnaði fljótt og vann að lokum sigur. 

Svipað gerðist í gær. Allt tal um þreytta Króata var kaffært. 

Í hálfleik töluðu skýrendur um að "gamli góði" enski boltinn væri endurfæddur í tærri mynd, því að þeir ynnu svo vel úr löngum sendingum fram. 

Í síðari hálfleik kom það þeim hins vegar í koll að hafa haldið, að hægt væri að vinna heilan leik á þennan hátt. 

Króatar fundu mótbragð, og smám saman greip úrræðaleysi um sig hjá Englendingum og sagan frá EM endurtók sig, það var ekkert plan b. 


mbl.is Modric skaut á ensku pressuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband