13.7.2018 | 09:39
Býr hann í röngu kjördæmi?
Sveinn Sigurjónsson er svo óheppinn að búa í langstærsta or ríkasta sveitarfélagi landsins.
Ef hann byggi við vesturenda Hvalfjarðarganga, álíka langt frá miðju höfuðborgarsvæðisins og hann hann gerir nú, vægi atkvæði hans næstum tvöfalt meira en það gerir nú í 116 Reykjavík.
Langríkasta sveitarfélag landsins geir það að skilyrði fyrir því að hann þurfi ekki að ganga yfir óbrúað vatnsfall á leið heim tio síns skráða lpgbýlis, að hann greiði sjálfur helming kostnaðar við vegabæturnar.
Varla er hægt að ímynda sér að slíks yrði krafist í nokkru öðru kjördæmi landsins.
Hingað til virðist það hafa verið talið eðlilegt að úr því að Sveinn hafi sjálfur valið að búa í röngu kjördæmi, skuli hann taka afleiðingunum af því.
Ætlar að kanna málið nánar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gott hjá Reykjavíkurborg að bjóðast til að taka þátt í gerð heimreiðar fyrir íbúa. Væntanlega eiga þá allir íbúar rétt á að borgin taki þátt í gerð heimreiðar. En hingað til þá hafa eigendur þurft að kosta slíkt sjálfir, í öllum sveitarfélögum.
Vagn (IP-tala skráð) 13.7.2018 kl. 10:50
Þarna er ekki um heimreið að bænum að ræða heldur gamlan vegaslóða sem heldur áfram niður á Esjumela og ef ég man rétt var skráður sem sýsluvegur áður fyrr. Þarna fara um veiðimenn Leirvogsár á sumrin, útivistarfólk og göngufólk sem stefnir á Esjugöngu og fleiri en aðeins yfir sumartímann. Heimreið að bænum er annað og enginn að óska eftir að hún verði kostuð né lagfærð.
Kolbrún (IP-tala skráð) 13.7.2018 kl. 14:28
Já, ef ég man rétt var og er heimreið að bænum og hún er ekki til umræðu heldur leiðin milli Skeggjastaða og Vesturlandsvegar, eins og lýst hefur verið áður hér á síðunni. Ég hef átt kort að svæðinu alla tíð, og á því elsta, sem gert var 1943, er Þverárkot sýnt sem ekki ómerkilegra lögbýli en Skeggjastaðir og Stardalur.
Ómar Ragnarsson, 13.7.2018 kl. 16:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.