Ný tilhneiging á suðaustan- og austanverðu landinu?

Síðuhafi hefur verið með annan fótinn á norðausturhálendinu nær stanslaust á síðustu 25 ár, eða allt frá því að Fljótsdalsvirkjun komst á kopinn og þættirnir "Aðeins ein jörð" voru gerðir 1992 þar sem meðal annars var fjallað um hina risastóru virkjanaáætlun, sem hlaut heitið LSD, þ. e. Lang stærsti draumurinn. DSC02819

Í henni fólst að virkja allt vatnsmagn hálendisins og sett var á blað áætlun um allt að tug stórra miðlunarlóna virkjunar, þar sem öllum stærri ám á svæðinu yrði veitt niður í risavirkjun með stöðvarhúsi í Fljótsdal.  

Við lauslega talningu upp úr dagbókum á ferðum frá Reykjavík austur á Sauðárflugvöll og þaðan um hálendið og Austurland eftir að flugvallarstæðið var uppgötvað að nýju árið 2003, kemur í ljós að þessar ferðir eru alls hátt í hundrað bara síðustu 14 ár og hafa tekið samtals meira en hálft ár. 

Þessar myndir eru teknar í nýjustu ferðinni,  sem lauk í gærkvöldi. 

DSC02811

Með tilkomu nýs kerfis sjálfvirkra veðurathugunarstöðva um allt hálendið hefur aðstaða til veðurathugana gjörbreyst til batnaðar og með því að fylgjast stanslaust og náið með veðrinu með því að skoða athuganir þeirra auk ferðanna austur, má sjá áberandi loftslagsbreytingu. 

Hún felst til dæmis í því að í stað þess að "úrkomuskugginn" svonefndi norðan Vatnajökuls, svo lítil úrkoma að hún var í áttina að eyðimerkurloftslag, næði austur að línu, sem draga mátti um Snæfell til suðvesturs, hefur þessi lína nú færst vestur að ánni Kreppu.DSC02768

Ástæðan er fjölgun öflugra heitra lofmassa frá Evrópu, sem hafa komið úr suðvestri og skollið á suðaustanverðu landinu af nægilegu afli til að senda úrkomugusur vestur að Kreppu. 

Þar fyrir vestan hefur verið afar snjólétt á vorin undanfarin ár og rennsli leysingavatns úr Brúarjökli verið svo mikið í Hálslón, að það er sumar eftir sumar komið á yfirfall í ágúst í stað septembers. 

Ræætt hefur verið um að gera viðbótarvirkjun við Kárahnjúkavirkjun til þess að nýta þetta mikla yfirfallsvatn. 

Snæfell ber nú nafn með rentu á hverju vori, snævi þakið eftir veturinn. 

En vegna hlýrri og lengri sumra er snjórinn í því samt ekkert afbrigðilega mikill þegar vetur gengur í garð. 

Á facebookp-síðu og þessari bloggsíðu hefur gusunni síðustu daga verið lýst. 

Loftslagsbreytingar af sömu orsökum og Afríkuhiti norður alla Skandinavíu með tilheyrandi sviðnu og brunnu landi? 

Nokkuð, sem sænskir ráðherra kalla dæmalausar gerbreyttar aðstæður sem kalli á dæmalausar aðgerðir? 

 


mbl.is Hlýjasti júlí á öldinni fyrir austan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

So what? 

Innan eðlilegra marka

Halldór Jónsson, 1.8.2018 kl. 10:44

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Á línuriti yfir hitann á jörðinni sést að ekki eru dæmi um eins hraða hlýnun áður og heldur ekki eins hraðan vöxt á CO2. 

Ómar Ragnarsson, 1.8.2018 kl. 16:42

3 identicon

Á hverri sekúndu verða 761 tonn af CO2 losuð út í andrúmsloftið.

Sirka 2 740 000 á klst. Og aðeins 44g af CO2 samsvara 24 lítrum.   

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.8.2018 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband