Ekki vandamál erlendis, en auðvitað hér.

Það hefur verið þrautaganga fyrir okkur Íslendinga að tileinka okkur gróna erlenda umferðarmenningu, sem hefur lengi skort sárlega á hjá okkur. 

Síðustu þrjú ár hef ég notað bæði bíla og hjól og hjólin eru nú komin með um 70 prósent innan borgar, en þar að auki er kominn minnsti og ódýrasti rafbíllinn í hendurnar. 

Þegar maður tekur þátt í umferðinni á svo fjölbreyttan hátt stingur í augu hvað við eigum langt í land með að tileinka okkur nauðsynlega hegðun. 

Það á við um alla hópana, gangandi fólk, reiðhjólafólk, vélhjólafólk og bílstjóra. 

Yrði langt mál að telja það allt upp, en varast ber að alhæfa um neinn þessara hópa. 

Enn eru of mörg dæmi um hraðakstur á reiðhjólum á hjólastígum og göngustígum, þar sem þeir eru notaðir af hjólafólki. 

En hjólafólkið er ekki eitt um tillitsleysi og kæruleysi. Gangandi fólk á þetta líka til, til dæmis að loka fyrir leiðina, þar sem hún er með merktum reinum, annars vegar fyrir hjól og hins vegar fyrir gangandi fólk. 

Notkun á reiðhjólabjöllum þekkist varla, en notkun hennar er öryggisatriði en þarf ekki að vera frekja. 

Einstaka hraðhjólamenn eru beinlínis hættulegir. 

Og síðan eru það bílstjórar sem eru tilbúnir til að svína á hjólafólki þar sem það fer löglega á grænu ljósi yfir götur. 

Meira seinna, af nógu er að taka.  

 


mbl.is Mikið kvartað undan hjólafólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband