7.8.2018 | 00:35
"Þjóðin á að éta sig út úr vandanum."
Fyrir um 40 árum óx svonefnt kjötfjall stöðugt, - það var framleitt meira kindakjöt en markaður var fyrir.
Minnsstæðustu orðin, sem féllu í sambandi við vandann, sem af þessu hlaust, sagði líklega Lúðvík Jósepsson alþingismaður og formaður Alþýðubandalagsins:
"Það er ein leið út úr þessu: Þjóðin á að éta sig út úr vandanum."
Í þessu fólst sennilega eins konar þjóðarátak, sem hugsanlega var knúið áfram af niðurgreiðslum.
Þjóðin borgaði þá sjálfri sér fyrir að borða íslenska lambakjötið.
En hvenær skyldi koma að því að menn líti nú yfir sviðið og sjái, að í stað þess að bændur á þeim svæðum, þar sem afréttir eru góðir og ekki í mörg önnur hús að venda, eins og til dæmis á norðvestanverðu landinu, fái að halda stofni sínum, en að í staðinn verði hætt beit á viðkvæmustu afréttunum sem eru jafnvel óbeitarhæfir, og bændur styrktir þar til í þessu skyni?
Þar er í mörgum tilfellum um að ræða svæði, þar sem uppgangur hefur verið í ferðaþjónustu og um fleiri atvinnu- og tekjumöguleka að ræða en til dæmis í Vestur-Húnavatnssýslu.
Fækka þarf um rúmlega 100 þúsund fjár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er sammála þér að langmestu leiti. En það er hægt að fara aðra leið en að nota peninga ríkisins til að kaupa menn út af óhagkvæmum svæðum. Leiðin er að minnka styrkina og niðurgreiðslurnar smám saman kerfisbundið ár frá ári En á móti kemur að sjálf sögðu endurgreiðsla frá ríki vegna kvóta. Sauðkindin þrýfst best á köldum svæðum norðanlands og vestan þannig að þegar kemur að hagræðingu í greininni standa bændur á þessum svæðum best að vígi og líklegast að þeir komi með lifa af. Og svo að sjálfsögðu þeir sem hafa besta búvitið og hyggjuvitið. Það segir sig sjálft að búin þurfa að stækka og fækka. Þetta er ekkert öðruvísi en í öðrum atvinnurekstri.
Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 7.8.2018 kl. 07:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.