Hótanir og refsiaðgerðir eru ær og kýr Trumps.

Þegar Donald Trump var ekki ánægður með úrslit atkvæðagreiðslu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, hótaði hann því að hann myndi skrifa niður nöfn þeirra þjóða hjá sér, sem ekki greiddu atkvæði að hans skapi og myndi refsa þeim, þótt síðar yrði. 

Þetta er í fullu samræmi við þær ráðleggingar, sem hann gaf í bók þess efnis, að meðal þess sem fjármálamenn þyrftu að gera til þess að ná árangri í viðskiptum, væri að skrifa niður hjá sér allar ávirðingar keppnautanna til þess að geta hefnt sín á þeim síðar. 

Nú líður varla sá dagur sem Trump hótar ekki þjóðum og fyrirtækjum á báða bóga og boðar refsiaðgerðir á hendur þeim, sem ekki lúta vilja hans í einu og öllu. 

Þetta er hin nýja stefna BNA "to make America great again." 


mbl.is Trump hótar öðrum þjóðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

D J Trump er að gera það sem þarf til að MAGA.

Merry (IP-tala skráð) 7.8.2018 kl. 23:19

2 identicon

Skemmtileg háð hjá Merry, en það er önnur saga.  Sem sagt Bandaríkin munu samkvæmt þessu slíta öll viðskiptatengsl við Kína og Rússland.

Hilmar Bjarnason (IP-tala skráð) 8.8.2018 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband