Fróðleg viðbrögð sumra gagnvart United Silicon.

Fróðlegt er að líta til baka yfir áfallasögu United Silicon og viðbrögð fólks við fréttum af henni. Eftir að stóriðjutrú varð að ríkistrú á Íslandi 1965 var athyglisvert hvernig hinir heittrúuðu neituðu algerlega að horfast í augu við staðreyndirnar. 

Töluðu þeir í upphafi um að um ofsóknir illgjarnra manna og vondra fjölmiðla væri að ræða, og að Umhverfisstofnun legði fyrirtækið í einelti. 

Ekkert væri að marka kjaftasögur sem magnaðar væru upp með því að kvarta yfir ósýnilegum atriðum eins og slæmum fnyk, sem engar mælingar styddu. 

Smám saman fór þó að verða erfiðara að þræta fyrir vandræðin og þegar ljóst var, að þau voru raunveruleg, og að eigendur verksmiðjunnar hefðu komist upp með að sniðganga lög og reglur á margvíslegan hátt,  sneru þessir heittrúuðu gagnrýninni í það að Umhverfisstofnun væri um að kenna, - hún og bæjaryfirvöld hefðu með slælegri frammistöðu sinni skapað vandræðin! 

Næsta skrefið hjá þessum mönnum var síðan það, að krefjast þess að ríkissjóður Íslands keypti verksmiðjuna og ræki hana, þvílíkt þjóðþrifafyrirtæki sem hún væri. 

Nýjustu tölur benda til þess að tvo milljarða minnst vanti upp á í augnablikinu, hvað sem síðar verður, enda verksmiðjan, sem gangsett var sem fullkomin og frábær, í raun að mestu ófrágengin. 


mbl.is Reyna við sölu United Silicon í núverandi mynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband