16.8.2018 | 13:21
Þjóðvegur 1 styttist og jafnræði verður í vali akstursleiða.
Þegar Hvalfjarðargöngin voru lögð fyrir 20 árum stóð val milli þess að miða þau fremur við umferð áfram um þjóðveg 1 heldur en að miða við það að stytta sem mest leiðina til Akraness.
Það fór eftir því hvernig göngin yrðu sveigð upp á land norðan megin við fjörðinn í hvora áttina leiðin styttist meira.
Síðari kosturinn varð ofan á, enda um að ræða brýnt hagsmunamál fyrir fjölmennan kaupstað auk þess sem Skagamenn lögðu skerf í púkkið ef ég man rétt.
Á tímabili kom upp hugmynd um að bæta þetta upp fyrir norður- og vesturleiðarumferðina með því að leggja veg yfir Leirufjörð fyrir norðan Akranes, svo að umferðin gæti að mestu farið út fyrir Akrafjall, en sem betur fór var það ekki gert, og það fé, sem í það hefði farið, getur því, þótt seint sé, bæst við kostnað við gerð nýrra ganga.
Nú gefst tækifæri til að hafa jafnræði á milli aksturskosta með því að láta göngin sveigja til norðurs við norðurendann frekar en að sveigja þau til vesturs eins og núverandi göng gera.
Giska má á að þjóðvegur 1 muni styttast um minnst tvo kílómetra við þetta.
Þegar bæði göngin verða komin kann að vakna spurning um hvort umferðin um nýju göngin verði miklu meiri en um þau eldri, en með nútíma upplýsingatækni ætti að vera hægt setja upp búnað sem gefi ökumönnum við gangaendana upplýsingar um umferðarþungann.
Ný göng yrðu lengri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er ekki verið að tala um það að hvor göng verði með tvíbreiðum vegi í aðra áttina þannig að um önnur göngin aki menn í suður en í hinum í norður? Varla er verið að miða við að bæði göng séu með umferð í báðar áttir?
Af það er raunin þá langis leiðin á Akranes í aðra áttina miðað við núverandi göng og styttist að sama skapi í þá átt fyrir þá sem eru að fara á vesturland eða aka þar í gegn í aðra landshluta.
Sigurður M Grétarsson, 16.8.2018 kl. 14:36
Önnur göngin yrðu þá til Akranes og hin fyrir umferð áfram norður. Fróðlegt væri að vita skiptingu á umferð annars vegar til Akraness og hins vegar þeirra sem fara lengra? Og eins álagstíma þess, slíkar upplýsingar hljóta að vera forsendur slíkrar ákvörðunar.
ingimare (IP-tala skráð) 16.8.2018 kl. 15:31
Tvenn göng, þegar þau eru tilbúin, ættu að geta boðið upp á minnst tvo möguleika.
1. Að fækka eknum kílómetrum sem mest og hafa umferð til og frá Akranesi um gömlu göngin, stystu leið í báðar áttir, og umferð til og frá Norðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi um nýju göngin. Kostur: Færri samtals eknir kílómetrar. Galli: Verri og fleiri umferðarslys en ef einstefna er á tveimur akreinum í báðum göngunum.
2. Einstefna á tveimur akreinum í vestur um gömlu göngin og líka einstefna á tveimur akreinum í suð/austur í nýju göngunum. Kostur: Færri og skárri umferðarslys samtals í báðum göngunum. Galli: Fleiri eknir kílómetrar. Allir, sem fara fram og til baka verða að aka fleiri kílómetra en áður aðra leiðina.
Gjaldtaka átti að hætta í haust, en spurning er hvort ekki eigi að vera gjaldtaka á meðan verið er að gera nýju göngin. Þau verða augljóslega ekki gerð nema gjaldtaka sé í einhverri mynd, og ef gjaldtakan hefst fyrr, endar hún væntanlega fyrr í framtíðinni.
Ómar Ragnarsson, 16.8.2018 kl. 22:43
Mér þykir eins og flöskuhálsinn í núverandi göngum sé einmitt gjaldtakan. Það er þar sem tafirnar myndast. Sé takmarkaðan ágóða af því að tvöfalda göngin þegar þjóðvegurinn báðu megin við þau er bara einfaldur. Tel það væri betri ráðstöfun á því fé sem er til reiðu að tvöfalda þjóðveginn þar sem hann liggur á landi, hægt að fá mun fleiri kílómetra af 2+2 vegi ofan jarðar fyrir sömu upphæð og kostar að bæta við þessum neðanjarðar. Sérstaklega ef menn forðast alla brúagerð og útfæra vegamót þar sem mjög lítil umferð er um hliðarveginn með eyju á milli akstursstefna svipað og gert er við Bolaöldu og Bláfjallaveg.
Baldur Gíslason (IP-tala skráð) 17.8.2018 kl. 09:56
Tek undir með Baldri, það er engin þörf á tveimur eð tvöföum jarðgöngum þegar vegurinn sitthvorum megin er einfaldur.
Það er hægt að gera mikið fyr fjármuni sem færu í þetta, og allt yrði það gáfulegra.
Bjarni (IP-tala skráð) 17.8.2018 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.