18.8.2018 | 14:56
Dýrlegt veður og mannfjöldi, en ekki allar breytingar óumdeildar.
"Þetta er mjög mikið erlendis" gæti Bo Halldórsson sagt með sanni í dag um Reykjavíkurmaraþonið og það sem af er degi Menningarnætur.
Himinninn. heiðríkjan. sólin og blíðan eru þess eðlis að það hlaut að stefna í metfjölda fólks sem gæti sagt að það væri í sjöunda himni.
Breytingar á tilhögun í lok maraþonsins eru þó ekki alveg allar jafn vel heppnaðar að mati sumra.
Þannig heyrði ég óánægju með erfitt aðgengi fyrir áhorfendur við endamarkið, og þó sérstaklega óánægja með það að færa barnaskemmtun, sem hingað til hefur verið haldin sunnan við Fríkirkjuveg alveg ofan í endamarkið, þannig að endaspretti fjölmagra hlaupara var drekkt.
Ég á eftir að setja inn á facebook og blogg myndir, sem teknar voru í dag, en næsta verkefni er að vera áfram hér úti við Iðnó í hinni einstöku stemningu, sem hér ríkir, og vera viðstaddur hljómleika Smyrlanna klukkan fjögur.
Guðni kominn í mark | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.