20.8.2018 | 09:12
Heilu hverfin virðast langtímum saman án löggæslu.
Í því útverfi þar sem ég bý núna, minnist ég þess ekki að hafa séð lögreglu á ferli í almennu eftirliti.
Í fyrrakvöld átti ég leið um torgið Spöngina þegar myrkur var dottið á og kom þá léttklæddur, hjálmlaus maður á ljóslausu fretandi vélhjóli á fullri ferð og fór mikinn um hverfið og vakti hættu og ónæði fyrir þá, sem voru á ferð.
Svona lagað, auk ýmissa spellvirkja, gerist iðulega í hinu stóra Grafarvogshverfi án þess að vart verði við nein viðbrögð lögreglu, þrátt fyrir kvartanir.
Á bloggsíðu einni má sjá í morgun líkum leitt að því að "óvinir bílsins" hafi staðið fyrir íkveikju í bílum við Öskju og að um sé að ræða "skipulögð samtök gegn bílum, sem í þessu tilfelli hafi ekki farið í strætó til spellvirkja sinna.
Það er ansi billegt að dæma notendur almenningssamgangna fyrirfram fyrir þetta, með orðum eins og þeim, að hér sé um hagsmunaaðila sem andi að sér súrefni og hafi ekki farið í strætó til verksins, en þetta er svo sem í stíl við sum önnur skrif á samfélagsmiðlum, þar sem alhæft er um hvílíkir bölvaldar hjólafólk sé í umferðinni.
Það nýjasta hér á blogginu er krafa um að foreldrar spellvirkjanna, sem séu vinstri sinnað fólk sé tekið fyrir verknaðinn, því að þetta hljóti að hafa verið börn vinstra fólks.
Ekki dettur mér í hug að taka upp hanskann fyrir svarta sauði meðal hjólreiðafólks en ansi langt er seilst ef það á fyrirfram að fara að ýja að einhverjum samtökum þeirra, sem ekki nota einkabíl, um bílaíkveikjur.
Hvað hjólafólkið áhrærir hefur mátt sjá því haldið fram fullum fetum, að allt hjólafólk, sem hjóli á marktum gangbrautum yfir akbrautir, sé í órétti og beri skylda til að fara af baai og leiða hjólin.
Og því bætt við að hjólafólkið skapi með þessum yfirgangi svo mikla hættu, að bílstjórar þurfi að fara taka á sig rögg og sýna því hvers sé mátturinn og dýrðin þar sem leiðir skerast.
Ég hef leitað til tveggja af helstu umferðarsérfræðingum okkar um álit á þessari kenningu og þeim ber saman um að þessi kenning um frekju hjólreiðafólks eigi sér enga stoð í umferðarlögum.
Og sérkennilegt er að sjá skrifað um að langlíklegast sé að "óvinir bílsins", hugsanlega hjólafólk eða notendur strætisvagna, sé að hrinda af stað bílabrennum í hatri sínu á bílum.
Hver maður á hjóli er nefnilega augljóslega vinur einkabílsins að því leyti, að ef viðkomandi hjólamaður væri á einkabíl, myndi hann taka rými í umferðinni, sem hann hefur gefið eftir fyrir ökumann eins einkabíls og þannig stuðlað að því að létta á umferðarþunganum.
Kveikt í bílum við Öskju í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar þú fretar út í loftið púðurskotum og dregur rangar ályktanir. viltu ekki líka segja frá því að ég hafi sést á Massey Fergusoni niður á Laugarneshóli um helgina.
Þeir sem eru mestu adstæðingar bíla eru hagsmunaaðilar sem anda að sér súrefni.
Ég er nú af veikum mætti að benda á að þetta er stærra vandamál en að það einskorðist við eitt eða tvö lönd og vík ekki einu orði að hjólreiðafólki. Það er Ómar Ragnarsson sem er fyrstur til þess.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 20.8.2018 kl. 09:25
Ómar heldur því fram sð ég hafi sagt að spellvirkjarnir hafi farið í Strætó til verka sinna.
Þetta sagði ég um það mál eins og sæmilega greindir menn geta lesið í færslu minni.
:Menn taka ekki Strætó sí sons upp í Öskju og kveikja í bílum, það er eitthvað og meira sem býr hér að baki.
En Ómari er eitthvað farið að förlast og snýr öllu á hvolf og fabúlerar út og suður í tómri vitleysi í skjóli fornar frægðar.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 20.8.2018 kl. 10:21
Orðið "ekki" datt niður í upphaflega textanum hjá mér, og biðst ég afsökunar á því.
Hver "fabúlerar"?
Fyrirsögnin hjá þér er að það séu "skipulögð samtök," sem að þessu standa.
Og þú ferð að tala um "hagsmunasamtök fólks sem anda að sér miklu súrefni" og séu "óvinir bílsins."
Einnig að þessi hagsmunahópur fari ekki i strætó til að kveikja í bílum.
Aha, gefið í skyn að þetta fólk fari ekki í strætó til verka sinna en andi að sér miklu súrefni. Þá hlýtur það að vera göngufólk eða hjólafólk úr því að verið er að gefa í skyn hverjir þetta séu.
Ómar Ragnarsson, 20.8.2018 kl. 12:16
Bloggsvæði Ómars er ekki fyrr laust við eina óværu þá önnur birtist. Persónulegur skætingur og merkilegheit út af því að Ómar lifi "á fornri frægð" er rakalaus smámennska og öfundsýki, þar sem hið illa og rætna í viðkomandi er efst í huga. "Þorsteinn H.Gunnarsson.." - Þú ert dóni og stjórnlaust smámenni með þennan illa skrifaða og ranga reiðipistil þinn. Hafðu skömm fyrir.
Már Elíson, 20.8.2018 kl. 18:06
Þessi íkveikja hjá Össur á ekkert skylt við íkveikjur í Svíþjóð.
Múslímar í Svíþjóð eru 100% gerendur í þessum og skólabrunum.
Múslímar í Svíþjóð hafa kveikt í bílum í ára, ára raðir og eru að skapa óreiðu og kaos með þessum hætti. Múslímar sameinast ekki öðrum þjóðum og hafa aldrei gert.
Fjölmiðlar eru löngu hættir að skrifa um bílabruna og skólabruna en stórbruninn með 100 bíla er ekki hægt að dylja.
Ég hef aldrei verið eins spenntur um úrslit kosninga eins og nú er 9.9.
Ég reikna ekki með miklum breytingum á ríkisstjórn, því flokkarnir eru löngu búnir að raða sínum mönnum í stólana og þá með kratana í fararbroddi.
Desember samkomulagið er ennþá í gyldi.
valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 22.8.2018 kl. 13:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.