Að hugsa sér, að þetta skuli vera einstakt.

Þeir frammámenn í íslensku efnahagslífi, bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera, sem og stjórnmálum, sem hafa oft talið sig eiga kröfu á svimandi háum launum og sporslum, hafa venjulega gert það með þeim rökum að svo mikil áhætta og ábyrgð fylgi þessum störfum þeirra og stöðu, að launin verði að vera svona há. 

Hingað til hefur ástandið hins vegar hér á landi verið þannig, að talað er um það sem tímamót í íslensku viðskiptalífi að forstjóri Icelandair segi af ser vegna atburða "sem gerðist á hans vakt" eins og hann orðar það. 

Þetta er nokkuð, sem varla hefur nokkurn tíma gerst í áratugi hér á landi, á sama tíma sem þetta hefur verið alsiða í öðrum löndum. 

Það segir sína sögu um margt í þjóðlífi okkar, að Bjögólfur Jóhannsson teljist vera brjóta blað í íslenskri viðskptasögu.  


mbl.is Braut blað í íslenskri viðskiptasögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki vegna WOW sem maðurinn segir starfi sínu lausu, heldur vegna samkeppni við erlend flugfélög. Við þurfum ekki á WOW að halda, Icelandair er nóg fyrir okkar litla samfélag. Samkeppni á milli ísl. fyrirtækja er utopi, það þekkjum við. Samkeppni við erlend fyrirtæki er það sem skiptir máli.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.8.2018 kl. 13:33

2 Smámynd: Már Elíson

Við þurfum ekki einokun. Icelandair ER ríkisstyrkt, og við þurfum mótvægi. Icelandair hefur verið staðið að því í skjóli einokunar að bola flugfélögum út úr Leifsstöð í krafti stærðar og klárrar einokunar. - Burtu með þetta mergsjúgandi einokunarfyrirtæki. Ekki gleyma hvað þeir léku Arnarflug grátt og fengu fleiri milljarða frá ríkinu í styrk og hækkuðu samstundis allar Arnarflugsleiðirnar eða lögðu niður.(sjá Arnarflug innanlands). Viðbjóður, og er ég feginn að sjá tölur félagsins hrafa með hverjum deginum.

Már Elíson, 28.8.2018 kl. 22:00

3 identicon

Mínar hugleiðingar eru á svipuðum nótum og hjá Ómari.Það kom upp í hugann, þegar allt hrundi hér árið 2008 höfðum við ríkisstjórn sem var á vakt. Í dag höfum við ráðherra sem var á vaktinni þegar við sigldum fram af brúninni. Sá inn sami hikar ekki við að bjóða sig fram aftur til að fara á vaktina. En það skrítnasta er að þessi vaktmaður er valinn af fólkinu sem býr í þessu landi???? Ég væri til í að kjósa Björgúlf sem forsætisráðherra. Hann hefur þennan kjark og metnað sem til þarf til að takast á við erfið og flókin verkefni.

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 28.8.2018 kl. 22:54

4 identicon

Axla sín skinn. Taka ábyrgð. Þessum orðasamböndum er ruglað saman af framámönnum í stjórnmálum og viðskiptum. Þeir axla ábyrgð.  

jon (IP-tala skráð) 28.8.2018 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband