Tölur sem voru óhugsandi mestalla síðustu öld.

Aðeins örfá ár á síðustu öld, nánar tiltekið á árunum 1940-46, var viðskiptajöfnuður Íslands við önnur lönd hagstæður. 

Á stríðsárunum söfnuðust upp miklar gjaldeyrisinnistæður í Bretlandi vegna fisksölu Íslendinga þar í landi, auk þess sem áður óþekkt þensla ríkti hér á landi vegna gríðarlegrar vinnu og framkvæmda fyrir heri Bandaríkjamanna, Breta og Kanadamanna.

Allan síðari hluta aldarinnar var hallinn á viðskiptunum við útlönd eitt tímafrekasta og erfiðasta viðfangsefni íslenskrar stjórnvalda. 

Þegar hinar blússandi jákvæðu tölur síðustu ára minnka kannski eitthvað er hollt að hafa í huga þann mikla mun á kjörum þjóðarinnar sem gríðarleg fjölgun ferðamanna hefur fært henni. 

    

 

 


mbl.is 86% samdráttur á viðskiptajöfnuði á milli ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband