0:6 gegn Dönum 2001 verra en 2:14 1967 ? Og hvað nú?

Fram að þessu er 0:6 leikur Íslands gegn 2001 lélegasta frammistaða landsliðs okkar, sem ég hef séð. Lélegri en 2:14 leikurinn 1967, því að í þeim leik skoruðu Íslendingar þó tvö mörk og áttu eitthvað smávegis í leiknum. 

En í leiknum 2001 áttu Íslendingar EKKERT í leiknum, skoruðu ekkert mark, og miðað við sem maður fékk að sjá af leiknum 1967, var síðari tapleikurinn verri ef eitthvað var.

Af lýsingum á leiknum í dag að dæma, var hann vaxandi einstefna Svisslendinga og hugsanlega jafn slæmur og leikurinn við Dani 2001.  

Leikurinn við Dani 1955 kemur upp í hugann, en hann fól í sér mjög slæmt tap, 0:4, þar sem íslenska landsliðið var þó með bæði Ríkarð Jónsson og Albert Guðmundsson innanborðs auk hins besta af gullaldarliði Skagamanna. 

Leikurinn var hrikaleg vonbrigði, en vegna innbyrðis deilna náðist engin samvinna innan liðsins. 

Eftir þetta afhroð fyrir Svisslendingum í dag í leik líkum leikjunum við Dani 2001 og 1955 blæs ekki byrlega fyrir Íslendingum í leiknum gegn bronsliði Belga næstkomandi þriðjudag. 


mbl.is Eitt af átta verstu töpum Íslandssögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband