Gömul álitaefni og ný.

Umræða og deilur um þjóðerni, uppruna og skilgreiningar á fólki er bæði gömul og ný.

Um árabil hundelti Donald Trump Barack Obama og sakaði hann um að vera forseti Bandaríkjanna á ólöglegan hátt, af því að hann væri ekki fæddur í Bandaríkjunum, eins og krafist væri í lögum. 

Engu skipti, þótt Obama legði fram vottorð um að vera fæddur á Hawai; - umræðan, sem Trump hratt af stað, beindist að því að varpa ljósi á að Obama væri í raun svartur Keníabúi en ekki sannur Bandaríkjamaður. 

Alhæfingar þess efnis, að fæðingarstaður skipti sköpum um þjóðerni manna, eru raunar vægast sagt vafasamar. 

Arnold Schwarzenegger gat þannig orðið ríkisstjórni í Kaliforníu, ríki með miklu stærra hagkerfi en Rússland, þótt hann væri fæddur í Evrópu. 

Í nýlegri úttekt Fréttablaðsins á svonefndum "náttúruhryðjuverkum" í sumar, var það athæfi, að rúmlega 10 þúsund manns, gengu friðsamlega með leyfi lögreglu og yfirvalda niður Laugaveg 26. september 2006, skilgreint sem "náttúruhryðjuverk." 

Meðal þessa "hryðjuverkafólks" voru nokkrir alþingismenn og fyrrverandi forseti Íslands, en í erlendu orðunum "terrorism" og "terrorists" felst, að terroristar eða hryðjuverkafólk að beita manndrápum og ofbeldisverkum til þess að valda skelfingu (terror) og ótta meðal almennings. 

Í símtali var vaktstjóra bent á þetta, en engin viðbrögð urðu við því. 

Svona skilgreiningar taka stundum á sig kynjamyndir eins og það að alþingismenn verði að vera með lögheimili í kjördæmum sínum til þess að njóta ýmissa fríðinda, sem veitt eru vegna starfa þeirra í héraði. 

 


mbl.is Spilað upp í hendur Svíþjóðardemókrata
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spurningin er hvort RÍKIS-fjölmiðillinn eigi að vera setja niður í við stjórnmálamenn og hvort þáttastjórnendur í lykilstöðu eigi að vera troða sínum pólitísku skoðunum framan í kjósendur.

Angi af sama meiði er í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem embættismenn herja á pólitíska andstæðinga Dags með alskyns vafsömum aðferðum

Borgari (IP-tala skráð) 9.9.2018 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband