Mikilsverð hönnun og menningarfyrirbæri í merku húsi í Kaupmannahöfn.

Menningarhús Grænlands, Íslands og Færeyja á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn stendur að vísu á Amager, en er samt tiltölulega stuttan spöl frá Ráðhústorginu, hinum megin við sundið sem aðskilur Amager og Sjáland. 

Löngum var Kaupmannahöfn kölluð "Borgin við sundið", enda er hafnarstæðið lífæð þessarar borgar að fornu og nýju. 

Ef ég man rétt, hét ein bók Jóns Sveinssonar þessu nafni. 

Þjóðirnar þrjár á norðvestursvæði Norðurlanda voru allar hluti af danska konungsríkinu, en einmitt á þessu ári eru öld síðan Íslendingar fengu það staðfest í Sambandalagasamningi Íslands og Danmerkur, að þeir gætu og mættu slíta konungssambandinu 25 árum síðar. 

Lopapeysan er stórmerkileg flík, bæði sem hönnun og líka sem menningarfyrirbæri. 

Um síðustu aldamót var farið um hana niðrandi orðum af þeim, sem töldu að "eitthvað annað" en stóriðja kæmi ekki til greina til þess "að bjarga Íslandi." 

Var peysan nefnd ásamt fjallagrösum sem dæmi um fánýti hugmynda um að ferðaþjónusta og skapandi greinar væru nokkurs virði. 

Síðustu sjö ár hafa afsannað það rækilega og við, ásamt Grænlendingum og Færeyingum, getum verið stolt af menningararfleifð þessara þriggja þjóða sem eru útverðir evrópskrar menningar í norðvestri. 


mbl.is Sérstök áhersla á lopapeysuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband