Ófyrirséður siður ryður sér til rúms.

Ef einhver hefði spáð fyrir nokkrum árum um það fyrirbæri, sem grasserar nú og kallast rafrettur með tilheyrandi gufustrókum um víðan völl, hefði sá spámaður þótt fara ansi langt fram úr sjálfum sér. 

En tölurnar sem nefndar eru um útbreiðslu hins nýja siðar eru ótrúlega háar, en sýna, að meira en tvöfalt fleiri hafa tekið þennan sið upp en nemur þeim, sem hafa hætt að reykja tóbak, eða nota rafretturnar til að hjálpa sér við það. 

Sjá má í umferðinni bíla á ferð, þar sem engu er líkara en að kviknaði hafi í inni í fremri hluta bílsins, vegna þess hvernig reykurinn liðast út um hálfopinn framgluggann. 

Miðað við þessar vinsældatölur er ekki furða, þótt nú hefjist deilur um ágóðann af því að versla með retturnar eins og sjá má á tengdri frétt á mbl.is.

Fyrir tæpri öld skrifaði Halldór Laxness hressilega um siði þess tíma, svo sem að spýta tóbakslegi upp um veggi, og þætti slík iðja ekki boðleg á okkar tímum. 

En varðandi þá siði eða ósiði, sem viðgangast á hverjum tíma við neyslu fíkniefna, því að nikótín og koffín eru í raun fíkniefni, sést glögglega að þörfin fyrir slíkt getur fundið sér nýja og nýja farvegi á hverjum tíma. 

Og einnig að þörf er á að taka upp umræðu og umfjöllun um kosti og galla nýrra siða.  


mbl.is Borga „heilt raðhús“ fyrir leyfin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Undarlegast við nýjan sið er
að hann er sagður skaðlaus með öllu!

Held að menn eigi eftir að vakna upp við vondan draum.

Fyrr munu blindir og daufblindir sjá setlögin í Þyrlinum
berum augum en að þetta fái staðist!

Húsari. (IP-tala skráð) 25.9.2018 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband