Dæmi um fáránleika málsins: Fjórir ómögulegir möguleikar.

Vitanlega var tímamótadómur Hæstaréttar í gær gríðarlegur sigur fyrir réttlætið. Hitt er umhugsunarefni af hverju þessi sigur var svona mikill. 

Það var þvi miður vegna þess hve ranglætið var mikið og langvarandi. 

Já, það var vegna þess að hið óskaplega ranglæti hafði viðgengist í næstum 43 ár, allt frá þvi að rannsókn hófst á Geirfinnsmálinu með svo mörgum lögbrotum af hálfu hins íslenska "réttarríkis", að úr varð býsna löng upptalning á lagabrotunum hjá Ragnari Aðalsteinssyni í sjónvarpi í gærkvöldi. 

Þessi 43 ár hjá þjóð okkar verða einn svartasti bletturinn í Íslandssögu síðustu aldar, skapaður af smæð þjóðar návígis, kunningsskapar og vensla. 

Persónulegt dæmi um fáránleika málsins er eftirfarandi úr ranni fjölmiðlunar, sem var fífluð þessi ár. 

 

1976 var ég nýráðinn fastur fréttamaður og kominn í þularhlutverk. 

Þetta var á árum Walters Cronkite, sem sagði gjarnan: "That´s the way it is."

Sem þýddi, að viðkomandi fréttamaður þurfti að vera handviss um að segja satt og rétt frá,  beint í augun á þjóðinni, með svip og augnaráði ítrasta trúverðugleika. 

Þetta þýddi að ég og aðrir fréttaþulir vorum ítrekað í þessari stöðu í aðal æsifréttum þessara tíma. 

Eftir heilmikinn blaðamannafund um árangur rannsóknarinnar var sest í fréttasettið, horft beint í augu þjóðarinnar og lesin með ítrasta trúverðugleika í augnaráði og svip nákvæm lýsing á morðinu á Geirfinni í Dráttarbrautinni í Keflavík og horft beint í augu þjóðarinnar á meðan. 

Eftir nokkrar vikur þurfti síðan að setjast aftur í fréttasettið til að endurtaka leikinn og "halda andlitinu" með Walter Cronkite í huga. 

En þá brá svo við að hin "endanlega" lýsing á atburðunum í Dráttarbrautinni var allt önnur og algerlega ný svo að varla stóð steinn yfir steini í fyrri lýsingunni. Og þetta varð að lesa án þess að depla auga, horfa beint í augu allrar þjóðarinnar með ítrasta trúverðugleika í augnaráði og svip. Halda andlitinu.  

Svipaður leikur var að vísu leikinn mörgum sinnum í umfjöllun um Guðmundar- og Geirfinnsmálið, en þessi tvö nefndu atvik eru eftirminnilegust, því að þegar kafað var ofan í "trúverðugleikann" komu upp fjórir möguleikar: 

1. Fyrri atburðarásin var lygi en síðari atburðarásin sannleikur. 

2. Síðari atburðarásin var lygi en fyrri atburðarásin sannleikur. 

3. Báðar atburðarásirnar voru blanda af lygi og sannleika. 

4. Þetta var allt saman tóm steypa og bull. 

Fjórir ómögulegir möguleikar?  Nei, sá síðasti var kannski sá eini sem gekk upp, - strax fyrir 40 árum. Hvers vegna tók 40 ár að viðurkenna það? 

Nefna má mörg fleiri atriði, þar sem fréttamenn urðu að taka á öllu sínu til að halda andlitinu við frásagnir, eins og þegar Toyota fólksbíll var við hús við Hamarsbraut með vélina að framan og farangursgeymslu að aftan og bílstjóra sitjandi í framsæti á meðan borinn var poki með líki Guðmundar Einarssonar að afturenda bílsins til að setja það þar ofaní, næstum án þess að bílstjórinn yrði þess var, - þessi bíll varð allt í einu eins gerbreyttur og hugsast gat,  varð allt einu orðinn að Volkswagen Bjöllu með vélina afturí og enga farangursgeymslu þar, og ekki heldur brúklega farangursgeymslu frammi í, og þess vegna urðu líkburðarmennirnir að leggja framsætisbakið fram og troðast framhjá bílstjóranum til að drösla líkinu í aftursæti Bjöllunar. 

Hvort tveggja, Toyotan og Bjallan, talið heilagur sannleikur þegar frá því var sagt. 

Bæði Magnús Leopoldsson og Einar Bollason, saklausir menn, sögðu eftir á, að eftir 100 daga gæsluvarðhald hefðu þeir verið komnir á fremsta hlunn með að játa, af því að það var búið að brjóta þá svo mikið niður, að allt var tilvinnandi til að komast út úr víti fangelsisins og ná vopnum sínum. Þá hlytu allir að sjá að þær gætu ekki annað en verið saklausir. 

Báðum flaug líka í hug að það gæti ekki verið mögulegt að þeir hefðu verið fangelsaðir nema þeir hefðu gert eitthvað, sem þeir myndu ekki eftir. 

Og reyndu að finna út hvað það hefði getað verið. 

Þeir voru svo bjargarlausir, að það kom til greina að játa til þess að komast út og fá þar tækifæri til að sýna fram á að þeir gætu ekki verið sekir. 

Lýsing Guðjóns Skarphéðinssonar á svipuðu fyrirbæri hjá honum er sláandi. 

Tíu fangelsaðir einstaklingar, sem mannréttindi voru brotin á, náðu sér aldrei eftir þessar hremmingar. 

Og enn stendur útaf rán á veski og penna Geirfinns og rangar sakargiftir þriggja einstaklinga, sem voru augljóslega af nákvæmlega sama toga og annað í því, sem haft var eftir þeim eftir harðræðis yfirheyrslur. 


mbl.is Óþarfi að búa til tap úr sigrinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar. Skil að það hafi ekki verið gott fyrir samviskuna að starfa sem fjölmiðlamaður á þessum tíma, né nokkurn tíma síðan.

Fyrst þessir "karlmenn" voru komnir á fremsta hlunn með að "játa", þá ættu þeir að geta sett sig í spor unglingsstúlkunnar sem var rænd nýfæddu barninu sínu sem gísl í málinu? Unglingsstúlkunnar varnarlausu sem var hótað öllu illu af löggæsluyfirvaldinu, með barnið í gíslingu? Unglingsstúlku og nýbakaðri móður sem var læknamafíudópuð og lögregluyfirvalda nauðgað og pyntuð andlega og líkamlega á þann hátt, sem veður viðkomandi gerendum til ævarandi skammar.

Varnarlausri unglingsstúlku var hótað með barninu í lögreglu/barnaverndarglæpastofnunar gíslingu, læknamafíudópuð, og nauðgað af löggæslunnar "réttlætisins" þjónum?

Hvað finnst þessum vesalings "saklausu" karlmönnum um slíka meðferð á varnarlausri og allra valdhafa-handa kúgaðri, pyntaðri, nauðgaðri og hálfdrepinni í umsjá löggæslunnar?

Ætli þessum karlmönnum í grenjuskjóðu kórnum lögmannavarða hafi einhvertíma dottið í hug að Erla Bolladóttir hafi nánast verið drepin af læknadópi og nauðgun, af læknamafíunnar og löggæslunnar yfirvaldi, til að þvinga fram það sem hún var dópuð, kúguð, ofbeldisbeitt og heilaþvegin af mafíulöggæslunni til að segja?

Skilja þessir hvítflibba klíkukallar löggæslunnar ekki ennþá hverskonar óverjandi villimennsku meðferð var beitt til að pynta fram falskar ásakanir og játningar frá þessari nýbökuðu, kornungu og valdsstjórnarkúguðu varnarlausu konu?

Spurning hver er sekur og hver er saklaus eftir öll þessi ár, samkvæmt siðmenntaðrar réttarríkja meðferð, rannsóknum og marklausu klíkukalla dómsúrskuðum?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2018 kl. 00:28

2 identicon

Hvar eru femínistar og "me-too" leikararnir mannorðsmyrðandi núna? Hvers vegna verja þeir ekki Erlu Bolladóttur valdníðslustjórninni?

Eru þessir femínistar kannski marklausir og hugsjónalausir tækifærissinnar baktjalda-yfirvaldamafíunnar "löggæslusinnandi"?

Með nýtt og vel borgað hlutverk í grímubúninganna Brúðuleikhúsi hræsninnar, svikanna og lyginnar, í leikhúsinu Steininum við Austurvöll (hertökuvöllinn)?

Þvílík þjóðfélagsins skömm, þessi svokallaði femínistaáróður og "me-too" bylting!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2018 kl. 00:46

3 identicon

...Hvers vegna verja þeir ekki Erlu Bolladóttur fyrir valdníðslustjórninni...

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2018 kl. 00:50

4 Smámynd: Halldór Jónsson

En hvað varð um Geirfinn og Guðmund? 

Skyldi einhver vita það?

Halldór Jónsson, 29.9.2018 kl. 08:17

5 identicon

Leirfinnur var gerður eftir teikningu sem var gerð eftir ljósmynd af Magnúsi Leópoldssyni. Viðhald Guðnýjar fór til USA eftir hvarfið og hefur ekki sést síðan...

GB (IP-tala skráð) 29.9.2018 kl. 09:55

6 identicon

Er þessi ótrúlega Guðmundar- og Gerfinnssaga ekki farin að minna á manndráp sem var framið á Hólum í Hjaltadal 1872 og sagt er frá á listrænan hátt í bókinni Rauðamyrkur eftir Hannes Pétursson?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.9.2018 kl. 11:37

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er gríðarlegur sigur fyrir réttlætið. Bæði vegna þess hve glæpirnir gagnvart þessum unglingum voru alvarlegir og vegna þess hvernig réttarkerfið hefur að stórum hluta, áratugum saman, staðið í vegi fyrir því að þessi mál yrðu tekin upp aftur.

Hér hefur maður þurft að ganga undir manns hönd til að breyta lögum, skipa nefndir, vinna rannsóknir og þar fram eftir götunum til þess að þvinga kerfið og einstaklingana, og vitorðsmenn þeirra, sem ábyrgðina báru, til að taka málið fyrir að nýju.

Það er umhugsunarefni hvort þetta mál hljóti ekki að vera víti til varnaðar þegar réttarkerfið tekur að gagnrýna stjórnmálamenn, fulltrúa almennings, fyrir "óþarfa" afskiptasemi. Það voru stjórnmálamenn sem þrýstu þessu máli í gegn, Þorsteinn Pálsson, Davíð Oddsson, Ögmundur Jónasson og margir fleiri. Hefði réttarkerfið eitt átt að sjá um þetta væri þessi sýknudómur nú ekki staðreynd, því miður.

Næsta skref í málinu hlýtur að vera að reyna að finna leið til að draga smámennin til ábyrgðar sem að glæpaverkunum stóðu, þá sem hylmdu yfir með þeim og þá sem reyndu að hindra framgang réttlætisins.

Þorsteinn Siglaugsson, 29.9.2018 kl. 12:16

8 identicon

Ég er ekki að gera lítið úr þeim sem barist hafa fyrir réttlætinu. Ég er að benda á að sama spillingin og óverjandi ómennskan er síst skárri í dag en árið 1974. Allt opinbera kerfið er gegnumsýrt af glæpsamlegri og tortímandi spillingunnar ómennsku.

Nöfn einstaklinga til eða frá í falltröppum píramídans eru ekki aðalatriðið, heldur grimmdin óverjandi, sem stýrir öllum í samfélaginu á valdníðsins kúgandi hátt. Einelti falda yfirvalsins illra anda setna, er á skipulagðan hátt að ganga hægt og rólega frá öllum, á sama hátt og þessi ungmenni voru troðin í svaðið árið 1974. Almættið algóða (góðra anda orkan) hjálpi öllum að brjótast út úr helgreipum stjórnsýslulögmanna-ómennskunnar-vélmennanna sálarlausu, sem stjórna bak við tjöldin á ábyrgðarlausan og óverjandi hátt.

Íslenska ríkið þykist vera framarlega í kvenfrelsisbaráttu og jafnrétti?

Íslenska ríkið skuldar Erlu Bolladóttur fría málsmeðferð, til að fá UPPREISTA ÆRU!

Var ekki svokölluð "UPPREISTA ÆRAN" hræsnaraleikaranna fjölmiðla-grímubúningabullandi og hertakandi, svo "rosalega mikilvæg og fjölmiðlanna grímubúninga-transaranna hertakandi" eftir 13 september 2017?

Að kauphallar-bullarar Mammons slitu bara "ríkisstjórninni" nánast samdægurs? Bara: af því bara?

Til hvers?

Til að flýja sjálfir frá sökkvandi og hertekinni samfélagsskútunni? Og koma svo utan frá og skammast í þeim sem voru með lygum og blekkingum settir valdalausir í fremstu aftökuröðina, og látnir valdalausir svara fyrir skipulagt hertökuleikritið og árásir þeirra sem stukku frá ábyrgðinni á ólöglegan og óverjandi aumingjalegan hátt? (Sömu toppar stjórna ábyrgðarlaust enn bak við leiksviðsmyndina).

Þeir sem gala hæðst um réttlæti og ábyrgð í dagsins "upplýsandi fréttafjölmiðlum", hafa komið sjálfum sér undan fremstu víglínunnar ábyrgðinni, og benda á núverandi hertekna og valdalausa ábyrgðarmenn? Mikið hroðalega er siðferðið á lágu og villimannslegu plani hjá þeim sem meðvitað tóku þátt í eineltisleikritinu, stukku frá ábyrgðinni, og benda svo á aðra eins og barnslega fáfróðir krakkar í leikskóla?

Sumir tala meira að segja á digurbarkalegan og "hí-for-sí" bullsins umhyggjusamlegan falskan hátt í fjölmiðlum, um hversu óréttlátt það sé hvernig lögmanna/dómstólanna toppanna SA-valdníðslan er óverjandi og villimannsleg, gagnvart fórnarlömbum glæpakerfisins fangamálanna glæpastýrða, sem þeir eru jafnvel sjálfir þátttakendur í að stýra? Eða hvað?

Þeir skjóta á varnarlausa úr launsátri, svikararnir lögmannavörðu og dómsstólavörðu, enn þann dag í dag. Og finnst það meira að segja allt í lagi, svo lengi sem þeir komast upp með að láta aðra varnarlausa og saklausa svara fyrir og sitja inni fyrir sig, sína glæpi. Og komast upp með falskan og skítugan hvítþvott á sinni glæpanna frímúruðu villimennsku?

Spurning til hvers eru starfandi lögreglu/lögmannanna og dómsstóla-yfirvöld á Íslandi? (og reyndar víðar í veröldinni).

Kannski til að verja óverjandi og villimannslegar falsfréttir, nauðganir, pyntingar, mannorðsmorð og bankarán, á Íslandi og víðar?

Ekki geta þessir talsmenn lögmannafélagsins og dómsstólanna vænst trausts og trúverðugleika, meðan þeir valta yfir allt og alla, rænandi, pyntandi og ljúgandi? Á löglausan og siðlausan læknayfirvaldanna mafíustýrðan villimannahátt?

Erla Bolladóttir á inni miklu meira en fría málsmeðferð, frá Íslands-ríkinu skattrænandi, löggæsluyfirvalda-pyntandi, svíkjandi, villivélmennastýrða og sálarmyrðandi!

Spurning hvort mannsals-gróðateymi SA-toppanna-co, og morðingjar spítalalækna-lífsrofs-toppakerfisklúbba-co, skilji yfir höfuð muninn á siðmenntaðra og mannlegra manna/kvenna réttarfarsreglum, og tortímandi villimanna-stjórnsýsluvaldníðslu sálarlausra, vanþróaðra og helsjúkra brjálæðinga?

Af hverju gerði enginn neitt til að stoppa helför seinni heimsstyrjaldarinnar, og allar aðrar styrjaldir fyrr og síðar, sem ekki er talað um? Þeirri spurningu hefur ekki verið svarað opinberlega?

Er glæpsamlegi sannleikurinn svo ljótur að hann þolir ekki opinberun?

Hvernig viljum við hafa stjórnsýsluna í svokölluðum siðmenntuðum og mannlegum samfélags skattríkjum? Þöggun og glæpatortímingar, eða rétt upplýsta uppbyggingu mannlegra og siðaðra þróun?

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2018 kl. 21:32

9 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Það er sorglegt að enn skuli angi þessa skelfilega máls vera útistandandi. Nefnilega sá að enn teljast þrír sakborningar sekir um ranga sakargift, sem knúin var fram af sama harðræði og játningarnar á sínum tíma. Það mál þolir ekki rúmlega fjörtíu ára bið í viðbót og vonandi að með lagaklækjum og góðum vilja stjórnvalda sé hægt að klára þetta mál sem fyrst. Nú er stundin!

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 30.9.2018 kl. 01:26

10 identicon

SMÁ ÁBENDING: Viðhald konu Geirfinns flutti ekki af landi brott fyrr en síðla árs 1975 eða í upphafi árs 1976. Þá voru þau hætt að hittast. Hann flutti til Þýskalands ekki USA. Síðast þegar ég þefaði hann uppi bjó hann á Tailandi. 

Bjarki Hólmgeir Hall (IP-tala skráð) 1.10.2018 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband