Eitt af helstu boðorðum "vélhjólaöryggis" stundum erfitt í framkvæmd.

Eitt af fimm "boðorðum vélhjólamennsku" sem áður hefur verið fjallað um hér á síðunni, og á að geta gert tíðni alvarlegra slysa eða banaslysa svipaða á hjólum og á bílum,  er nokkurn veginn þetta:

"Gerðu ráð fyrir því að þú og hjólið séu ósýnleg öllum öðrum í umferðinni."

Í því felst næstum takmarkalaus tortryggni og aðgát, - að stanslaust verði maður á vélhjóli að vera viðbúinn því að einhver í umferðinni sjái hann ekki, og að hver vélhjólamaður verði þar með að vera viðbúinn því að vegfarendur geti tekið upp á nokkurn veginn hverju sem er, svo sem að taka skyndilega u-beygju yfir heila línu á 90 km vegi án þess að gefa stefnuljós.

Eða að taka skyndilega snögga beygju án stefnuljósagjafar þvert yfir tvær akreinar í veg fyrir vélhjól.

Þetta eru tvö dæmi af mörgum, sem nefna má, og í hinu fyrra var lögreglumaður á vélhjóli slasaður alvarlega.

Það getur verið snúið fyrir vélhjólamann að sjá fyrir óvæntar uppákomur, eins og að stöðvunarskylda sé ekki virt til fulls, þegar um er að ræða jafnan hraða farartækjanna sem eru í forgangi, en sá hraði er of mikill til að bregðast við fyrirvaralausum brotum annarra ökumanna. 

Það, að hægja á sér í stað þess að stansa alveg þar sem er stöðvunarskylda, býður ákveðinni hættu heim, því að alger stöðvun er ekki aðeins hugsuð sem forsenda þess að nægt næði gefist til að sjá sem best forgangsumferðina, heldur einnig til þess að fólkið í forgangsumferðinni geti treyst því að forgangur þess sé virtur. 

Í þriggja ára reynslu síðuhafa í umferðinni ýmist á rafreiðhjóli eða léttu "vespu"vélhjóli varpaði slæmt slys sem ég lenti í, ljósi á ofangreint vandamál, varðandi það þegar óvissa skapast þar sem stöðva þarf ökutæki til að virða forgang umferðar, sem er þvert á. 

Oft er eins og að ökumenn í víkjandi umferð tregðist við að hægja nógu mikið á sér og stöðva farartæki sitt, heldur skapi nægan þrýsting til að fæla gangandi eða hjólandi frá því að fara yfir akbrautina á gangbraut, oft á móti grænu ljósi. 

Í mínu tilfelli kom ég á rafreiðhjóli að gangbraut með grænu ljósi, sem liggur þvert yfir a beygjuakrein Grensásvegar inn á Miklubraut. Inn á aðreinina komu bílar og mátti ætla þegar fremsti bíll hægði ásér, að hann ætlaði að hleypa mér yfir, en við það að ökumaðurinn leit snöggt til vinstri og sá að hann ætti séns á að komast inn í umferðina á Miklubrautinni með því að gefa í og hraða sér, gerðist tvennt þegar hann gaf í, - hann sá mig ekki vegna þess að í upptakinu á bíl hans í beygjunni lenti lág kvöldsólin beint framan í andlitið á honum og hann ók því aftarlega af afli aftan á hjól mitt, svo aftarlega, að ég sá hann aldrei. 

Þetta gerðist auðvitað óvart, en eftir þetta atvik treysti ég ekki bílstjórum, sem pressa á gangbrautarumferð, eða koma að á mikilli eða rykkjóttri ferð að henni. 

Einn og einn virðist vera þeirrar skoðunar sem var sett fram í grein í blaði um daginn, að reiðhjólafólk sé skyldugt til að fara af baki og leiða hjólin á gangbrautum við gatnamót, og að bílstjórar eigi ekki að líða annað. 

Þetta er alrangt, þess er hvergi krafist í umferðarlögum að fara eigi af baki reiðhjólum, heldur aðeins að fara á gönguhraða. 

En meðan svona umræða er í gangi er vissara að fara að öllu með gát. 

Og alhæfingar eru varasamar. Því miður er misbrestur í umferðinni hér á landi það algengur, að þar þurfum við öll, sem erum á ferð, gangandi, hjólandi og akandi, að taka okkur á. 

 

 

 

 

 


mbl.is Banaslys vegna vanvirtrar stöðvunarskyldu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mig minnir að þarna hafi verið biðskylda þegar slysið varð ekki stöðvunarskylda en stopp umferðarmerkið segir að ökumaður á að stoppa alveg ökutækið sama hvort þú sjáir ökutæki eða ei

Stopp merkið hefði frekar komið í veg fyrir slysið en biðskyldumerkið sem var þarna fyrir slysið ef ég man rétt en biðskyldan var breytt í stöðvunarskyldu eftir slysið en núna held ég að það sé búið að fjærlægja þessi gatnamót burt bara nýlega. Mér finnst að það þurfi að leiðrétta fréttina um þetta mál í Morgunblaðinu 

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 13.10.2018 kl. 22:19

2 identicon

„Þetta er alrangt, þess er hvergi krafist í umferðarlögum að fara eigi af baki reiðhjólum, heldur aðeins að fara á gönguhraða. “ Þú kannski dregur fram lagagreinina sem heimilar þetta og vísar til hennar og þá sérstaklega þess ákvæðis hennar sem upphefur þessar greinar umferðarlaganna: „3. gr.
Ákvæði um umferð ökutækja gilda, eftir því sem við á, einnig um reiðmenn [og þá sem teyma eða reka búfé]. 1)
Ákvæði um gangandi vegfarendur gilda einnig um þann sem er á skíðum, hjólaskíðum, skautum eða svipuðum tækjum; enn fremur um þann sem rennir sér á sleða eða dregur með sér eða leiðir tæki eða hjól. Þau gilda og um [fatlaðan einstakling] 2) sem sjálfur ekur hjólastól.

og þessa: 12. gr.
Gangandi vegfarandi, sem ætlar yfir akbraut, skal hafa sérstaka aðgát gagnvart ökutækjum, sem nálgast. Hann skal fara yfir akbrautina án óþarfrar tafar.
Þegar farið er yfir akbraut skal nota gangbraut, ef hún er nálæg. Sama á við um göng og brú fyrir gangandi vegfarendur. Að öðrum kosti skal ganga þvert yfir akbraut og að jafnaði sem næst vegamótum.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 13.10.2018 kl. 22:58

3 identicon

Fyrir 3árum síðan keyrði ég hringinn um landið og þá það( voru vélhjólamenn(mótorhjólagæarnir)sem keyrðu hraðast af öllum,og að mínu viti tóku síst tillit til annarra í umferðinni

Grétar Ingólfsson (IP-tala skráð) 13.10.2018 kl. 22:59

4 identicon

Baldvin Nielsen, það hafði verið STÖÐVUNARSKYLDA á þessum stað í mörg ár fyrir slysið.

valdimar (IP-tala skráð) 14.10.2018 kl. 12:38

5 identicon

Sæll Valdimar

Ég fullyrti ekkert getur verið að minniö sé vitlaust tímastillt hjá mér en myndir á vettvangi og skráningar hljóta sýna hvernig staðan var nákvæmlega þennan dag þegar þessi hörmulegi atburður átti sér stað og umferðarmerkingar bornar saman við skráningar hjá Vegagerðinni hvort allt hafi verið eins og veghaldarinn og ábyrgðaraðilinn Vegagerðin sagði til um.

Fyrir mörgum árum líklega kringum 1990 var hámarkshraði lækkaður úr 90 km í 70 km þarna sem dæmi væntanlega vegna þess að þetta voru talinn þá hættuleg gatnamót þá takið eftir og ekki var hættan minni núna síðustu misserinn með þessari stórauknu umferð sem hefur verið síðan þá eins og flestir vita. Er ekki búið að fjarlæga þessi Hafnargatnamót nýlega alveg í burtu Valdimar?

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 14.10.2018 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband