17.10.2018 | 08:40
Einu sinni voru Eysteinn Jónsson og Birgir Kjaran duglegir.
Aldrei voru fleiri staðir settir á náttúruminjaskrá en þegar Eysteinn Jónsson, formaður Framsóknarflokksins, var formaður Náttúruverndarráðs.
Og Birgir Kjaran alþingismaður, einn af helstu áhrifamönnum Sjálfstæðisflokksins, var einnig fremstur í flokki náttúruverndarmanna á sinni tíð.
Síðan tóku við áratugirnir þegar þessir tveir flokkar urðu harðdrægustu stóriðjuflokkar landsins og friðlýsingarnar drógust aftur úr, af því að stóriðjan fékk þann forgang, að hún svelgir nú meira en 80 prósent af allri orku, sem framleidd er í landinu á sama tíma sem kveinað er hástöfum um skort á raforku fyrir íslenski heimili og fyrirtæki.
Vonandi er nú loksins að verða breyting á varðandi það að hrinda friðlýsingum í framkvæmd, samanber orð, sem Sigurður Ingi Jóhannsson lét falla á Byggðaráðstefnunni 2018 í Stykkishólmi í gær.
Önnur afmörkuð orð hans í ávarpi hans mátti að vísu túlka á annan veg, en það er vonandi farið að rofa til í friðlýsingarefnum.
Allt of hægt gengið að friðlýsa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.