30.10.2018 | 22:16
Sannkallað Íslendingakvöld. Benni er snilli.
Það var sannkallað Íslendingakvöld í kvöld við afhendingu verðlauna Norðurlandaráðs, þegar afrek í tveimur af helstu listgreinum Íslendinga, bókmenntum og kvikmyndagerð skiluðu verðlaunum. Auður Ava Ólafsdóttir og Benedikt Erlingsson fengu þessar viðurkenningar, og er þetta í annað sinn sem Benni er á palli.
Það vildi svo til að hann greindi mér frá hugmynd sinni að myndinni "Kona fer í stríð" fyrir tveimur og hálfu ári, áður en hann hóf gerð hennar, og verð ég að játa, að mér þótti hugmyndin djarfleg í meira lagi, já allt að því glæfraleg. Augljóst að hann tæki mjög mikla áhættu.
Nokkru síðar sá ég hann stjórna uppboði á fundi þar sem honum tókst með snilldartökum á útfærslunni með sérlega hugvitsamlegri og fyndinni notkun leikhúsbragða að búa til alveg einstaklega vel heppnað og skemmtilegt atriði, nánast upp úr engu.
Enn ein sönnun þess, að þessi maður er snilli svo að maður sletti í átt að sænskunni, og kemur raunar vel fram í rökstuðningnum fyrir verðlaunaveitingunni, þar sem Halldóra Geirharðsdóttir fær líka verðskuldað lof.
Innilega til hamingju, Auður Ava, Benedikt og Halldóra!
Kona fer í stríð hlaut verðlaunin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.