Er flugballið rétt að byrja?

Ef of hátt verð á olíu og of lág fargjöld eru helstu ástæður sameiningar Icelandair og Wow air, vaknar spurningin um öll hin flugfélögin í flugfargjaldaskóginum. 

Spurningin er líka sú, hvort olíuverð kunni að lækka óvænt, sem hefur svosem gerst áður, þótt það hafi verið tímabundið. 

Eða, hvort verðið haldist áfram hátt svo að annað af tvennu, - eða kannski hvort tveggja, - gerist: Að fargjöldin hækki, - eða - að fleiri flugfélög en orðið er, fari á hausinn eða sameinist. 

Eftir að Primavera varð gjaldþrota og Wow air hefur verið gleypt af skæðum keppinauti, er hætt við því að ótrúlega lág heppnisfargjöld muni láta undan síga, og það flugball því að missa flugið. 

En jafnframt vaxandi líkur á því að annað og stærra flugball sé rétt að byrja í formi mikilla sviptinga og uppstokkunar á hinum líflega flugfarþegamarkaði. 


mbl.is Bless skinkusamloka, halló borgaratvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var ekkert annað flugfélag í heiminum sem vildi komast yfir þessa uppskrift til að græða að komast yfir Wow air ?

Afhverju hækka hlutabréfin um tæp 50% í Icelandair við þessa frétt á fyrsta degi að það sé að verða til uppskrift á miklum gróða ef Samkeppnisstofnun samþykkir samrunnann takið eftir EF og jafnvel stofnanir í Evrópu gætu þurft að samþyggja líka

Er hægt að kaupa hlutabréf á þessu hækkandi verði með fyrirvara á að samþykki Samkeppnisstofnunar verði ofan ef ekki eru komnar innherjaupplýsingar út til rétta aðila úr húsakynnum Samkeppnisstofnunar að þetta verði samþykkt eða voru það lífeyrissjóðir okkar landsmanna látnir kaupa á þessu verðum til að hinir fáu útvöldu geti selt sitt með miklum gróða ? Það gæti verið maðkur í mysunni sem lífeurissjóðirnir og almenningur á eftir að borga fyrir og það mikið

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 6.11.2018 kl. 13:59

2 identicon

Hækkun hlutabréfa í Icelandair um 50% eftir að hafa keypt fallít fyrirtæki fyrir smáaura sýnir mæta vel að þessi Kauphöll Íslands, stofnuð 1985, er ekkert annað en eitt stórt djók.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.11.2018 kl. 16:47

3 Smámynd: Már Elíson

Þetta leyndarmakk Samkeppnisstofnunar, lífeyrissjóðanna (okkar) og Kauphallarinnar, sem Baldvin (hér að ofan) talar um, er honum og hans mönnum nú aldeilis kunnugt um og ekki nýlunda á hans bæ, og vita hann og hans menn betur en nokkrir arðræningjar Íslands, hvernig hluturinn þessi virkar. Svo líklega er Baldvin með innherjaupplýsingar eða skúbb fyrir okkur hin sem lenda í gildru þessarra óþokka. - Takk til hans og sjáum svo til. 

Már Elíson, 6.11.2018 kl. 21:01

4 identicon

Það er spurning hvort WOW heldur áfram að heita WOW eða breyta nafnið í Icelandair. Ég er að hugsa um flugvél þeirra. WOW eru með flugvél kaupt af einhver austurevrópu land.

Merry (IP-tala skráð) 7.11.2018 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband