9.11.2018 | 17:29
Þrumu Umhverfisþing.
Stóri salaurinn á Grand hótel stútfullur vegna metaðsóknar á Umhverfisþing og vönduð dagskrá hefur verið ánægjulegur viðburður að fylgjast með.
Það hafa verið svo margar jákvæðar tölur um gildi þjóðgarða eins og Snæfellsjökuls sem mokar milljörðum inn í efnahagslíf landsins samkvæmt vandaðri rannsókn.
Og það er ekki hægt að afgreiða þessar tölur með því að ferðafólkið hafi hvort eð er átt leið inn á svæðið, því að ysti hluti Snæfellsness er einfaldlega þannig í sveit settur, að til þess að komast þangað þarf að aka sérstaklega eftir endilöngu nesinu og til baka aftur.
Það er ekki ónýtt að sjá og heyra þetta þegar nú stefnir í það að jósmyndaljóðabók okkar Friðþjófs Helgasonar með heitinu "Hjarta landins" er væntanleg.
Hún er með 75 ljóðum, sem eru helguð sambúð náttúru landsins og þjóðarinnar og, eins og nafnið bendir til, einnig drauminum um stóran heilsteyptan þjóðgarð á iðhálandi landsins.
63% fylgjandi stofnun þjóðgarðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað gerir rannsóknina vandaða? Hvað gerir þig hæfan til að meta hvort rannsóknin sé vönduð?
Vagn (IP-tala skráð) 10.11.2018 kl. 02:03
mér þykir áróður ekki skemmtilegur 3.ríkið reyndi ríkisrekinn áróður það endaði í 2.heimstyrjöld hvað skildi ríkisrekin náttúruáróður kosta þjóðina þegar upp verður staðið
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 10.11.2018 kl. 08:42
víst er hægt að bera því við að ferðafólk hafi komið þrátt fyrir þjóðgarð þegar ferðafólki fjölgar úr 205 - 500 þúsund í 2.5.milljónir hlýtur heildarfjöldi ferðamann sem sækir svæðið að aukast það hlýtur hver náttúruunandi að sjá þó hann beri kíkinn fyrir blinda augað
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 10.11.2018 kl. 08:48
Ég sat ráðstefnu í vor í Vigdísarhúsi, þar sem svipaðar háskólarannsóknir í öðrum löndum voru kynntar hver af annarri og niðurstöðurnar voru alls staðar þær sömu.
Þar var líka þessi íslenska rannsókn kynnt, og aftur í gær, þannig að krafa launsástursmannsins Vagns, (sem virðist sem fyrri daginn miða að því að allt sem er á bloggsíðu minni sé óvandað rugl hjá ómerkingi,) virðist vera sú, að ég minnist ekki orði á það, sem ég hef reynt að kynna mér í áratugi.
Þess má geta að úr því að alltaf virðist þurfa að miða við "atvinnusköpun, þá eru beinir starfsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs um eitt hundrað og þar af skipta konur á barneignaaldri mörgum tugum.
Varla getur sú staðreynd vera "óvönduð" eða það atriði vera "óvandað" að konur á barneignaaldri skipti sköpum fyrir byggðaþróun.
Ómar Ragnarsson, 10.11.2018 kl. 09:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.