Smá De Gaulle í þessu?

Frakkland var eitt öflugasta rík veraldar um langa hríð og eitt af helstu nýlenduveldunum. 

Á Napóleonstímanum fór franski herinn sigurför um Evrópu þar hann kollsigldi sig í herförinni til Moskvu. 

Eftir dýrkeyptan sigur í Fyrri heimsstyrjöldinni lögðu Frakkar höfuðáherslu á varnarhernað gagnvart Þjóðverjum, og sást alveg yfir þá byltingu sem fólst í notkun flugvéla og skriðdreka.

Charles De Gaulle hershöfðingi reyndi hvað hann gat til þess að koma eldri yfirhershöfðingjum Frakka upp úr hjólförum úreltra hernaðaraðferða, en án árangurs. 

Alger niðurlæging Frakka 1940, sem voru með fjölmennasta her heim það ár, var honum mjög þungbær og ekki síður að þurfa að vera undir pilsfaldi Breta og Bandaríkjamanna í gagnsóknni gegn Hitler. 

Sum ummnæli hans gagnvart Bretum voru glannaleg og pirruðu yfirmenn Breta og Bandaríkjamanna.  

Þegar Frakkar gengu í NATO komst De Gaulle til mikilla valda níu árum eftir stofnun bandalagsins, og fór fljótlega að fara sínar eigin leiðir, meðal annars með því að auka stórum sjálfstæði Frakka, til dæmis varðandi það að Frakkar byggðu upp sitt eigið kjarnorkuveldi.

Rætt hefur verið um það, að svipuð ummæli Macrons nú hafi verið slitin úr samhengi, en þau verða samt að teljast klaufaleg í ljósi þess, hve þau eru digurbarkaleg í ljósi þess hvað framlag Bandaríkjanna til NATO eru miklu meiri en hinna aðildarþjóðanna.

Þó verður að líta til þess að það er Bandaríkjunum sjálfum nauðsynlegt eigin öryggis vegna að leggja þennan ómissandi skerf af mörkum.  

 


mbl.is Trump heldur áfram árásum á Macron
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Macron er og verður poppulisti, rétt eins og Justin Trudeau og Guðni Th.

Jón Garðar (IP-tala skráð) 13.11.2018 kl. 14:13

2 identicon

Trump: "They were starting to learn German in Paris before the U.A. came along." Trump will ekki aðeins móðga þjóðarleiðtoga, hann vill særa þá. En Trump hefur minnimáttarkennd gagnvart leiðtogum eins og Macron og Trudeau. Honum er vel ljóst að þeir eru glæsilegir menn og vel menntaðir. Lesnir og geta tjáð sig á mörgum tungumálum.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.11.2018 kl. 14:36

3 Smámynd: Merry

Macron er öskrandi populist - hann móðgir Trump og Ameríku djúpt með orðum sínum.  Hann er bara að reyna að ná hag með öðrum vinstri alþjóðaviðskiptum - það verður eyðilegging Evrópubúa ef þeir ná leið sinni.

--

Það var ekki stríð þeirra Bandaríkjamanna en þeir komu og bjargaði Frakklandi í báðum heimsstyrjöldum - með gríðarlegum mörgum mönnum að deyja. Það var ekki heyrt neitt takk fyrir það. 

Merry, 13.11.2018 kl. 15:59

4 Smámynd: Merry

Það er íþrótt að móðga Trump - en fólkið venjulega eftirsjá því.

Merry, 13.11.2018 kl. 16:03

5 Smámynd: Merry

Trump er maður sem er langur tími kaupsýslumaður - ekki eins og Macron og Trudeau sem eru lengi heimskingjar. Ég mun spá fyrir - Macron og Trudeau munu fljótlega missa stöðu sína sem forsætisráðherrar - Trump mun halda áfram í 4 ár til viðbot - það er 6 ár frá nú.

Merry, 13.11.2018 kl. 16:13

6 identicon

Er Brjánslækjarbóndinn farinn að nota gúggul transleit?

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 14.11.2018 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband