14.11.2018 | 08:43
Hvolsvöllur var notadrjúgur í eldgosunum 2010 og 2011.
Á árunum 2010 til 2014 nýttist túnið á Vestari Garðsauka rétt við Hvolsvöll vel fyrir kvikmyndatökuflug vegna eldgosanna í Eyjafjallajökli og Holuhrauni.
Hægt var að nota það fyrir þrjár brautir, um 800 metra langa hverja, þar sem ein brautin var vel merkt og nothæf fyrir fleiri flugvélar, þótt hún kæmist ekki endanlega á skrá hjá Isavia með alþjóðlega viðurkenningu.
Myndina hér við hliðina tók Eggert Norðdal, sá snjalli myndatökumaður.
Reynslan af því að koma Sauðárflugvelli á Brúaröræfum í flokk alþjóðlegra viðurkenndra valla haustið 2011 sýndi, að það var flókið ferli og þurfti samráð og samþykki alls tíu ólíkra aðila.
Við Hvolsvöll var gist í bíl á túninu, og þjónusta á Hvolsvelli var nokkur hundruð metra frá. En þar var ekkert flugskýli eins og er á Hellu og við Stórubót á Rangárvöllum.
Aðal vandkvæðin voru fólgin í raflínu, sem þveraði aðra brautina á þessu túni og hefur dregist í áratugi að setja í jörð.
Svo er að skilja að aðstæðurnar á Guðnastöðum séu góðar fyrir drjúglanga flugbraut og að flugskýli verði reist.
Skortur á aðstöðu er helsta vandamálið og hamlar því að hinir miklu möguleikar í flugi séu nýttir, enda eru samgöngurnar hindrun fyrir því að Vestmannaeyjar geti fengið til sín miklu fleiri og verðskuldaða ferðamenn en nú er.
Ber því að fagna hverju því framtaki, sem reynt er til þess að efla ferðaþjónustuna í Eyjum.
Guðni stefnir á flug milli lands og Eyja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Veit ekki betur en Bakki sé búin að standa heldur
betur við flugið á milli lands og eyja.
Þar er komusalur, flugturn og bílastæði og þeir sem
hafa staðið að því flugi , sl. ár, er öllum til sóma.
Með stuttum fyrivara er hægt að “hoppa út í Eyjar”.
Hafa jafnframt þjónað sjúkraflugi, þegar á þurfti að halda.
Sé ekki hvernig “Guðnastaðir” ættu að bæta það
sem fyrir er.
Sigurður Kristján Hjaltested, 14.11.2018 kl. 20:23
Flugskýli, vinur minn, flugskýli. Alls staðar sami aðalvandinn og vöntunin, jafnt í Reykjavík sem á Suðurlandi.
Ómar Ragnarsson, 14.11.2018 kl. 23:25
Mikið rétt Ómar og get tekið undir það.
Það er orðið hörgull af þeim.
M.b.kv.
Sigurður Kristján Hjaltested, 17.11.2018 kl. 20:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.