14.11.2018 | 23:40
Klúður, sem hinir dánu minna okkur á. 600 nöfn verða lesin á laugardag.
Inn á milli í þeim lista af atriðum, sem hafa leitt til þess sem er að gerast á svonefndum Landssímareit en er í raun helgireitur allar götur frá landnámi, hefur orðið klúður sem verður núlifandi Reykvíkingum ekki til sóma í framtíðinni.
Á afdrifaríkum augnablikum voru menn ekki vakandi, heldur næstum eins dauðir og það fólk, sem þarna var lagt til hinstu hvílu í gegnum aldirnar.
Alþingi hefði til dæmis átt að standa vaktina betur. Það rifjaðist upp þegar sjá mátti Sturlu Böðvarsson fyrrum þingforseta meðal þeirra sem kveiktu þarna ljós á allraheilagramessu 1. nóvember sl. og sýndi með því samstöðu með þeim, sem vilja standa vörð um þennan helgireit, líkast til helgum allt frá landnámsathöfn Ingólfs Arnarsonar, þá í heiðni, en síðan í kristni.
Á laugardaginn klukkan 14:00 verður athöfn á rétt utan víggirðinga stórvirku vélanna, þar sem lesin verða nöfn 600 manns, sem vitað er með vissu, að hafa verið grafin þarna.
Það er táknrænt að nú skuli hafa fundist líkkista og bein undir Landssímahúsinu.
Kannski einhver sem er einn af þessum 600, eða einn af þeim, sem ekki verða nefndir næstkomandi laugardag.
Fundu kistuleifar í Víkurgarði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar jafnan - sem og aðrir gestir, þínir !
Vel: og skynsamlega að orði komizt, Ómar.
Skyldu gróða öfl Borgar - sem og ríkis eira nokkru, þó um grafir náinna ættingja þeirra sjálfra væri um að ræða:: mun nær okkur í tíma, jafnvel ?
Með beztu kveðjum: sem oftar, af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.11.2018 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.