1.12.2018 | 02:27
Þeir fiska sem róa, en samt er ekki á vísan að róa.
Orðtökin, sem myndast hafa um sjávarútveg og siglingar segja sitt um þá óvissu, sem ætíð ríkir í rekstri samgöngufyrirtækja á sjó, lofti og landi, samanber fyrirsögnina á þessum bloggpistli.
Hannes Hafstein orti um útgerð og siglingar á skipum:
"Sjá, hvílík brotnar bárumergð
á byrðing einum traustum,
ef skipið aðeins fer í ferð
en fúnar ekki´í naustum.
Sömuleiðis var þekkt orðtakið "kóngur vill sigla en byr verður að ráða."
Í notkun hestsins var löngum talað um gildi þess að veðja á réttan hest.
Sömuleiðis að fara ekki af baki hesti í miðrri á.
Og um fugla var sagt að betri sé einn fugl í hendi en tveir í skógi.
Allar þessarar margbrotnu speki krefst flugrekstur í þeirri stórkostlegu samkeppni, sem ríkir í þeirri atvinnugrein.
Íslendingar þekkja svona umhverfi vel úr meira en ellefu hundruð ára glímu sinni við óblíð náttúruöfl á sjó og landi.
Nú hefur flugið bæst við og reynir á hvernig til tekst í því misvindi, sem ríkir í fluginu, og aldrei hefur sú starfsemi leikið neitt viðlíka stórt hlutverk í þjóðarbúskapnum og nú.
Hægt að auka sætafjölda um 35% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.