"Til að koma í veg fyrir að hinir..."

"Völd spilla og mikil völd gerspilla." Þessi forna speki er sígild og ævinlega að koma fram á afar ólíkum sviðum. 

Eitt afbrigði ásóknar í völd felst í því að stunda slíkt sem fyrirbyggjandi atriði, "til þess að koma í veg fyrir að hinir" beiti valdafíkn til að misnota völd sín og aðstöðu. 

Hernaðarstofnanir og herir eru næstum alltaf kenndar við varnir og Kínverjar, eins ogð önnur stórveldi, afsaka ýtni og ásælni með því að það sé gert "til að koma í veg fyrir að hinir valdi óskunda." 

Allt fullveldistímabilið hér á landi hefur það verið tíðkað mjög að ráða fólk í stöður eftir pólitískum línum.

Í starfi síðuhafa hjá RÚV 1969-1988 og 1995-2007 kom fyrrnefnt hugarfar varðandi "hina" oft fram á skondinn hátt. 

1971 hafði Viðreisnarstjórnin setið í 13 ár og þótti stjórnarandstæðingum mikið vera um mannaráðningar eftir pólitískum línum. Þá brá svo við að alger umskipti urðu og mynduð var vinstri stjórn, en viðreisnarflokkarnir lentu í stjórnarandstöðu. 

Vegna hinnar hörðu gagnrýni á misnotkun viðreisnarflokkanna hefði mátt búast við að búið væri að útrýma hinum fordæmdu ráðningum þegar vinstri flokkarnir náðu völdum og teknar upp heiðarlegar aðferðir. Einnig, að lítil ánægja innan þeirra raða með áherslur í umfjöllun í íþróttum og þrýstingur á sparnað við þær myndi þýða, að í "íþróttadeildini" yrði aðeins eitt fast starf sem fyrr. 

En, - viti menn, það sótti strax í það fara að raða "sínum mönnum"inn.  

Þegar fundið var að því var svarið oftast það, að þetta væri gert "til að koma í veg fyrir að hinir misnotuðu aðstöðu sína."

Og ekki nóg með það, skyndilega var kominn áhugi á því að fjölga störfum við íþróttir, að vísu með lausráðnum mönnum. Og svo merkilega vildi til, að fyrir einskæra tilviljun urðu menn, sem voru menntaðir í Austur-Evrópulöndunum, ráðnir. 

Voru þrír á tímabili! 

Þetta ástand reyndist ekki vara lengi, því að stjórnin sprakk og sat innan við þrjú ár.

Og þá skildi maður það sem heyrst hafði, að vegna þess hve vinstri stjórnir væru skammlífar, væri nauðsynlegt að hamla rösklega á móti og nota tímann vel, því að "hinir" væru búnir að vea svo þaulsætnir og búnar að raða svo mörgum á garðann. 

Og þegar Sjallar komust í stjórn, gátu þeir, sem höfðu verið "hinir" í tæp þrjú ár, náð vopnum sínum "til þess að koma í veg fyrir að "hinir" misnotuðu aðstððu sína. 

Rétt er að geta þess að hinir nýju "kommisarar" mér við hlið reyndust hinir ágætustu starfsmenn og var allt samstarf við þá óaðfinnanlegt og ánægjulegt. 

Rétt eins og samstarfið við Bjarna Felixson, sem sumir tengdu KR og "Vesturbæjaríhaldinu" var alveg einstaklega gefandi, og bar þar aldrei neinn skugga á. 

Og innan raða harðra vinstri manna mátti rekast á óvæntar áherslur. Magnús Kjartansson, ritstjóri Þjóðviljans, trúði mér fyrir því, að hann væri sérstakur aðdáandi ensku knattspyrnunnar og Bjarna Fel og eggjaði mig lögeggjan til að auka veg hennar sem mest.  


mbl.is Kína sækist ekki eftir heimsyfirráðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband