Snærisspotta Gísla á Uppsölum var stolið. Hvers konar hugarfar?

Hver getur það verið sem stelur 180 kílóa þungum legsteini, sem er aðeins ársgamall og flytur hann í burtu af leiðinu? Til hvers? Hvaða hugarfar er að baki?

Hvaða hugarfar er að baki hjá þeim sem stal snærisspottanum, sem Gísli á Uppsölum skildi eftir í stiganum upp á loftið þar sem hann bjó, til þess að hjálpa sér til að vega sig upp á skörina?

Er hann með spottann heima hjá sér til þess að monta sig af honum við vini sína, þegar þeir koma í heimsókn? Hvers konar vini á hann þá? 

Síðuhafi og vinir hans, sem stóðu að því að bjarga húsinu á Uppsölum frá eyðileggingu, voru svo barnalegir að halda, að það nægði að segja opinberlega að við treystum hverjum og einum gesti til þess að vera safnvörður. 

Sú ósk var fótum troðin, þannig að ef þeir, sem þarna koma núna, eru spældir yfir því að dyrnar séu læstar, reyndist annað óumflýjanlegt en að loka húsinu fyrir umferð gesta.  


mbl.is Legsteini stolið úr Garðakirkjugarði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sauðaþjófnaður er siðlaus því verið er að taka matinn af borði eiganda

Skemmdarverk eru illkvittin því þau gagnast gerandum ekkert

Grafræningar hafa alltaf verið til en lýsingarorð yfir þá sem stela 18o kg granítlegstein er ekki til í íslensku - við þurfum nýtt orð yfir slíkt fólk

Grímur (IP-tala skráð) 21.12.2018 kl. 18:35

2 identicon

Fyrir mörgum árum kom ég að Uppsölum. Þá voru þar enn leifar af Gísla. Ekki hvarflaði að mér að hrófla við þeim. Húsið var aftur á móti í ástandi sem benti til þess að eyðlegging væri óumflýjanleg.

Gunnar Helgi (IP-tala skráð) 22.12.2018 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband