22.12.2018 | 08:53
Nánasarleg hækkun, svipað fyrirbæri og nú skekur Vesturlönd.
Áhöld eru um hvort hækkun persónuafsláttar og skattleysimarka um 4,17% nái að dekka þá fyrirsjáanlegu hækkun verðlags sem virðist blasa við á næsta ári.
Í raun hefur því ekkert breyst í huga Bjarna Benediktssonar miðað við það sem Geir Haarde sagði í sjónvarpskappræðum í miðju gróðærinu 2007, að efnahagslífið réði alls ekki við neina hækkun.
Þetta sagði hann þótt honum væri bent á, að persónuafslátturinn og skattleysismörkin hefðu að raungildi verið miklu hærri 1995 í lok samdráttarskeiðs.
Svipað er að gerast hér og fer nú um eins og faraldur um æ fleiri Vesturlönd, álögur hækkaðar á almenning, sem bitnar verst á láglaunafólki á sama tíma sem elítan og hinir auðugri hygla sér og sínum.
Af því sprettur annar faraldur, fyrirbæri sem Frakkar nefna Gulu vestin, auk vaxandi fylgis hópa sem nærast á óánægju og óróa.
Persónuafsláttur og skattleysismörk hækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar, gulu vestin í París náðu fram 7000 kr. hækkun lágmarkslauna á mánuði með öllu offorsinu og eyðileggingunni. Hér finnst aldrei neinum neitt nóg, sama hvað gert er, allt talað niður. Gleðileg jól.
Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 22.12.2018 kl. 10:31
Góð ádrepa og tímabær, Ómar!
Svo ætla þau enn að auka ofsköttun á bílaeigendur hér!!
Gleðileg jól !
Jón Valur Jensson, 22.12.2018 kl. 12:47
Hækkun persónuafsláttar og skattleysismarka er ekki ætlað að dekka einhverja hugsanlega hækkun verðlags í framtíðinni.
Persónuafslátturinn og skattleysismörkin voru að raungildi miklu hærri 1995. En það var skattaprósentan einnig og raungildi lágmarkslauna og bóta miklu lægra. Frá 1995 hefur raungildi ráðstöfunartekna hvergi hækkað meira en hjá láglaunafólki og bótaþegum.
Efnahagslífið ræður vel við allar hækkanir launa, sama hvort það eru 4% eða 40%. Efnahagslífið er nefnilega ekki það steinrunnið að það geti ekki brugðist við. Brugðist við miklum hækkunum launakostnaðar með hagræðingu, hækkunum á vöruverði og þjónustu, fækkun starfsfólks, aukið álag á starfandi og flutningi starfa úr landi. Það verður enginn heimsendir fyrir efnahagslífið þó lán, vextir og skattar hækki, störfum fækki og kaupmáttur rýrni.
Hábeinn (IP-tala skráð) 22.12.2018 kl. 18:48
Skattarnir eru hærri hér en í Frakklandi. Bensínið kostar til dæmis minna þar.
Íhugum það aðeins.
Sömu afsakanirnar og alltaf eru að fara að verða dáldið úldnar.
Fólk má alveg fara að kasta grjóti. Reynzlan frá útlandinu styður að það virkar.
Ásgrímur Hartmannsson, 22.12.2018 kl. 20:11
Lágmarkslaun eru um 200.000 í Frakklandi en 300.000 hér. Íhugum það aðeins hverjir ættu að geta borgað hærri skatta og bensín.
Mótmælin í Frakklandi hafa skilað 7% hækkun sem ríkissjóður mun borga og 10 dauðsföllum. Íhugum það aðeins.
Hábeinn (IP-tala skráð) 22.12.2018 kl. 20:41
Hábeinn: Skattar hér eru talsvert hærri hér en í frakklandi. Íhugaðu það aðeins. Verðlag er talsvert miklu hærra hér en í Frakklandi, íhugaðu það aðeins.
Frakkar eru ~220X fleiri en íslendingar. Íhugum það aðeins.
Ásgrímur Hartmannsson, 23.12.2018 kl. 09:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.