22.12.2018 | 23:20
Margra áratuga lausung skýtur upp kollinum aftur og aftur.
Í örlitla vensla-, tengsla- og kunningjasamfélaginu, með öllu því, sem af því leiðir og nefnist íslensk þjóðfélag, var það einn stærsti brandari gróðærisáranna fyrir Hrun þegar erlend könnun átti að leiða í ljós, að íslenska þjóðfélagið væri með minnsta spillingu heims.
Síðuhafi þekkir að vísu ekki mörg dæmi um slíkt í borgarkerfinu í Reykjavík, en nógu mörg til að þau varpi ljósi á margra áratuga lausung hvað snertir eftirlit, aðgerðir og ábyrgð á mörgum sviðum.
Smá dæmi: Verktaki, sem er að malbika kafla Háaleitisbrautar, lokar 700 manna hverfi áður en fólk fer til vinnu án þess að hafa gefið neina viðvörun.
Aðspurður bregst ókvæða við kvörtun síðuhafa, svo liggur við að hann leggi hendur á hann, segir aðfinnsluna byggða á nöldri út af máli, sem síðuhafi hafi ekkert vit á.
Sem sé því, að samkeppnin í útboðunum við verk fyrir borgina sé svo hörð, að það sé ekkert fé til að vasast í því að setja upp aðvörunarmerki.
Síðuhafi bendir á að hægt hefði verið að dreifa miðum í húsin kvöldið áður, en við þá athugasemd tryllist verkstjórinn alveg.
Síðu hafi hðrfar og leitar upplýsinga hjá borginni. Í ljós kemur að verktakinn samþykkti útboð, sem gerir honum skylt að láta íbúana vita hvað til standi.
"En hvað, ef hann gerir það samt ekki?" er spurt og svarið er athyglisvert:
"Því miður höfum við ekki mannskap til þess að gera neitt í svona máli" er svarað, eins og ekkert sé sjálfsagðara.
Niðurstaða: Borgin ber ábyrgð á því að haga málum þannig, að svona mál og hliðstæð mál koma aftur og aftur upp.
Annað mál: Gúmmívinnstofubruninn fyrir þrjátíu árum, sem leiddi í ljós eftir málarekstur í nokkur misseri stórfelldar misfellur hjá Slökkviliði Reykjavíkur, sem langt mál væri að rekja.
Til að einfalda málið sýnir niðurstaðan, gerbreytt og betri tilhögun nokkrum misserum seinna hve alvarlegt þetta mál var, sem keppst var við að mistúlka og þagga niður.
Fleiri mál mætti telja hjá mismunandi borgarmeirihlutum, sem sýna sleifarlag æ ofan í æ, þar sem hinar "séríslensku aðstæður" leiða til þess að enginn er ábyrgur fyrir neinu.
Erlendis segja æðstu yfirmenn oft af sér í hliðstæðum málum, en hér er ábyrgðinnin dreift á marga, þá sem framkvæma axarsköftin og þá sem vita hvað er að gerast en þora ekki að gera uppskátt um það, oft frá neðstu undirmönnum og upp í topp.
Víkur sjálf ef Dagur víkur ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.