23.12.2018 | 13:35
Verður Trump ekki helst að reka flesta nema sig?
Í sögu Bandaríkjanna hefur vafalítið aldrei sest maður í stól forseta, sem hefur jafn oft haft uppi stærstu orð um eigin yfirburði yfir aðra á jafn mörgum sviðum.
Vart verður komið tölu á fleiri setningar nokkurs mann, sem byrja á "...enginn veit betur en ég...", "...enginn hefur gert betur en ég...", "...enginn kann betur en ég..."
Þessu fylgja endalausar orð og gerðir þess efnis að það þurfi að reka fólk úr starfi, og þá ekki síst fólk, sem hann hefur ráðið sjálfur.
Þetta fyrirbæri er rökréttur fylgifiskur hins takmarkalitla oflætis forsetans.
Hann var vart sestur í valdastól þegar hann dæmdi dómarastétt Bandaríkjanna óhæfa vegna þess að hún dæmdi ekki í einu og öllu eftir hans skilningi.
Fljótlega á eftir fylgdu alþjóðlegar vísindastofnanir og vísindasamfélagið allt, sem væri skipað gersamlega óhæfu fólki, sem kæmist ýmist að vitlausum niðurstöðum eða falsaði þær.
Í stað þessa óhæfa fólks sagði Trump að þyrfti að ráða "alvöru" vísindamenn, sem kæmust að niðurstöðum, sem væru þóknanlegar honum.
Í anda söngsins "Sumarliði fullur": "Ég veit allt. Ég skil allt."
Í sumum tilfellum er Trump búinn að reka fólk og ráða annað, sem hann hefur síðan rekið líka.
Núna er hann kominn í þann ham að loka ríkisstofnunum með harðri hendi, jafnvel um mjög langan tíma. Það er óbein útgáfa af því að reka úr starfi að reka þetta fólk með því að loka vinnustöðum þess.
Ef Trump verður iðinn við þennan kola þyrfti hann að reka flesta nema sig sjálfan.
Hins vegar er hætt við því að hin óhæfa dómarastétt muni gera það erfitt fyrir hann á meðan hann rekur ekki dómarana fyrst.
Trump sagður vilja reka seðlabankastjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta væri allt saman hið versta mál ef allt gengi ekki upp sem kallinn gerir.
En svo gengur bara allt upp sem kallinn gerir.
Og þá fyrst sýður á fólki.
Okkur vantar Trump sárlega, mann sem getur gert eitthvað rétt. Innilega er ég leiður á þessum golþorskum sem við fáum á færibandi, hver öðrum meiri óþokki, hver öðrum vanhæfari, farandi í fylleríisferðir til Brussel eða guð veit hvert þar sem þeir eru forritaðir til allskyns afglapa.
Nú eru þeir enn að hækka á okkur skattana og hyggjast lækka á okkur launin í ofanálag.
Nei, ég held við þurfum að fjarlægja þennan skóg af bjálkum sem eru í öllum okkar skilningarvitum áður en við förum að fárast yfir því að nágranni okkar sé kannski aðeins tileygður.
Ásgrímur Hartmannsson, 23.12.2018 kl. 21:32
Sæll Ómar.
Hafi menn oftast rangt fyrir sér fyllast þeir
sömu undrun og fjárhirðarnir á Betlehemsvöllum
og í stað þess að fara á bömmer yfir því er hitt miklu betri kostur
að fara að dæmi vitfirringanna frá Austurlöndum, lofa, elska og prísa
í stað þess að vera með bull, ergelsi og firru!
Húsari. (IP-tala skráð) 23.12.2018 kl. 23:34
Dagur borgarstjóri er andstæðan - engin rekinn og allir í sleik við hvern annan á launum úr vasanum frá þér, Jón Gnarr varð borgarstjóri með nákvæmlega sömu formúlu og Trump en innleiddi hræðilegt ábyrgðarleysi hjá Borginni - joke
Í brogarstjóratíð Gnarr var allt joke og Dagur hefur þurfta að erfa það m.a. með Bragganum vegna þess að hann er ekki bógur til að gera neitt gegn hinum samstarfsflokkunum sem allir þurfa sinn bitling og silkihanska gangvart "sínum" mönnum
Trump lofaði að hætta að skipta sér af innalandsátökum utan USA og er að standa við það. Hillary mundi eflaust skipta sér af Brexit ef hún væri í Hvíta húsinu.
Grímur (IP-tala skráð) 23.12.2018 kl. 23:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.