24.12.2018 | 02:15
"...eða, - aktu eins og kona."
Hinn mikli munur á tíðni alvarlegra bílslysa hjá körlum var stundum reynt að skýra með því, að karlar ækju miklu meira en konur.
En sá munur hefur minnkað svo mikið, að hann einn er langt í frá að útskýra muninn á slysatíðninni og muninn á því hve miklu fleiri konur eru teknir ölvaðir eða fyrir umferðarlagabrot en karlar.
Á leiðinni í gegnum Hvalfjarðargöng nýlega hafa tvívegis komið lúxusjeppar aftan að mér í gangamunnanum og pressað stíft á að ekið væri yfir 70 km/klst hámarkshraða.
Öðrum jeppanum var gefið inn og farið fram úr mér yfir heila línu.
Báðir þessir ökumenn óku á öðru hundraðinu og vel það, þannig að þeir hurfu fljótt sjónum.
Þó mátti sjá snögga nauðhemlun skömmu áður en þeir komu að myndavélunum í göngunum, en síðan var allt gefið í botn á ný.
Öðrum jeppanum var ekið svo hratt, að það sést ekkert meira til hans eftir fyrstu myndavél.
Í báðum tilfellunum komu bílar á móti, og auðvelt að ímynda sér ástandið í göngunum, ef þeim er ekið á sömu lund.
Það tekur aðeins fimm mínútur að aka í gegnum þessi göng á 70 km hraða og vandséð hvaðan einstaka ökumönnum kemur sú vissa og sú brýna nauðsyn til að álykta sem svo, að þau mörk séu sett að óþörfu.
Fyrr í haust var stórum Landcruiser jeppa ekið á ofsahraða í þéttri umferð þannig að ökumaðurinn var að spila rússneska rúllettu í hraðakstri á minnst 120-140 km hraða eins og skíðamaður, sem sveiflar sér í gegnum hlið í stórsvigi.
Niðurstaðan er ekki sú, að þessir ökumenn séu svona lélegir í að stjórna bíl, heldur hitt, að það myndi stórauka öryggi í umferðinni ef þeir "ækju eins og konur."
Látið konuna um aksturinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.