24.12.2018 | 10:43
Rómantíkin: Hvít og lognblíð jól. Tunglið til bjargar.
Vinsælasta jólalag allra tíma gæti verið lagið White Christmas með Bing Crosby. Að minnsta kosti seldist það langbest allra laga um miðja síðustu öld og sló öll met.
Lagið bendir til þess að í norðausturríkjum Bandaríkjanna hafi verið stærsti markhópurinn fyrir texta af þessu tagi og þar verið ráðandi öfl í tónlistar- og skemmtanalífi.
Þetta átti líka við um norðanverða Evrópu. Krafan um hvít og lognblíð jól var og er enn sterk.
Í dimmasta mánuði ársins munar mikið um birtuna, sem snjórinn gefur og þess vegna er sudda- og rigningartíð ekki í hávegum höfð.
En jafnvel þótt það sé alauð jörð eins og í júníbyrjun getur heiðskírt veður með mánaskini bjargað miklu, ekki síst þegar máninn er óvenjulega stór og bjartur.
Sú varð raunin í ferð síðuhafa til Akureyrar í fyrradag og afar gefandi, ekki aðeins sem ljúf og einkar rómantísk upplifun, heldur einnig vonandi í afrakstrinum, sem var nýtt lag, innblásið af jóla- og áramótastemningunni, sem við sækjumst svo mikið eftir.
Reikna með að setja tignarlegt tónlistarmyndband á facebook-síðu mína nú á eftir og sendi öllum nær og fjær hinar bestu jóla- og nýjárskveðjur frá okkur Helgu.
Tunglið lýsti upp næturmyrkrið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.