26.12.2018 | 08:51
Eðlilegir byrjunarörðugleikar.
Byrjunarörðugleikar hjá nýliðum í Akureyrarflugi eru eðlilegir.
Í öllu flugi er öryggið og tryggur undirbúningur undir að fást við bilanir og erfið flugskilyrði það sem allt snýst um.
Fyrir flugstjóra, sem hafa litla eða enga reynslu af því að nota Akureyrarflugvöll, sker umhverfi vallarins sig töluvert út úr umhverfinu við hina varaflugvellina í millilandafluginu vegna fjalllendis og hárra fjalla allt umhverfis völlinn.
Flugstjórarnir verða að standa fyrirfram klárir á því að þurfa að fást við vélarbilun og að fljúga á öðrum hreyflinum af tveimur hvenær sem er og þá er gríðarlegur munur á Akureyrarflugvelli eða Keflavíkurflugvelli, þar sem engar hindranir eru nálægt vellinum.
Egilsstaðaflugvöllur lítur líka mun betur út vegna miklu lægri hindrana nálægt vellinum og mun meiri fjarlægðar til hærri fjalla en á Akureyri.
Sem dæmi um íslenskan flugvöll þar sem þarf að búa yfir mikilli reynslu má nefna Ísafjarðarflugvöll.
Fyrir ókunnuga sem aldrei hafa lent þar áður eða hafið sig til flugs, er flugvöllurinn og umhverfi hans næsta ógnvekjandi.
Auk einstaklega varasamra hindrana þarf að læra á áhrif gilja, hvilfta, dala og fjallshlíða á vindinn, sem getur verið einstaklega snúinn við að eiga.
En þrátt fyrir þetta sker Ísafjarðarflugvöllur sig ekki úr hvað snertir slysatíðni við lendingar og flugtök eða í býsna löngu og snúnu aðflugi.
Öllu skiptir að flugmenn hagi flugi sínu í samræmi við aðstæður og reynslu hverju sinni.
Lentu þrátt fyrir stormviðvaranir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þar talar maður með reynslu
Halldór Jónsson, 26.12.2018 kl. 15:00
Takk og gleðiðlega hátíð.
Ómar Ragnarsson, 26.12.2018 kl. 18:41
Takk og gleðilega hátíð.
Ómar Ragnarsson, 26.12.2018 kl. 18:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.