Þurfa að vera hreinar línur varðandi veggjöldin.

Veggjöld eru notuð í langflestum löndum og oftast þannig að ökumenn eigi kost á því að fara áfram án veggjalda gömlu leiðina bæði á framkvæmdatímanum og eftir hann.

Hreinar línur í þeim efnum.

Þetta var gert þegar Keflavíkurvegurinn og Hvalfjarðargöngin voru gerð, og rökin voru þau að án veggjalda hefði ekki verið fjárhagslega mögulegt að gera þessi dýru mannvirki nema minnka fjárveitingar til annarra brýnna verkefna ríkisins. 

Í viðbót við beinan sparnað og hagkvæmni er mikill óbeinn ávinningur af samgöngubótum í formi fækkunar slysa sem kosta þjóðfélagið tugi milljarða.  


mbl.is Umsagnir um veggjöld tæplega 300
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Í öðrum löndum er skattlagningin líka minni, sem kemur til dæmis fram í lægra eldsneytisverði.

Hlutir eru gerðir allt öðruvísi þarna úti.

Ásgrímur Hartmannsson, 5.1.2019 kl. 00:19

2 identicon

Einnig væri æskilegt að framkvæmdin væri samkvæmt lögum. Það sparar ríkinu endurgreiðslur og ýmsan kostnað. Ríkinu er, sem dæmi, óheimilt að innheimta gjald nema fyrir veitta þjónustu, gjöld þurfa að vera sértæk. ( https://www.mbl.is/greinasafn/grein/435604/ ) . Ríkið má ekki innheimta gjald á reykjanesbraut fyrir einhverju sem ekki hefur verið framkvæmt. Og ekki innheimta gjald á reykjanesbraut fyrir vegabótum á vestfjörðum. Til þess að geta það þarf gjaldið að vera skattur samkvæmt lögum. Og sé það gert er ríkinu óheimilt að láta það renna annað en í ríkissjóð og koma fram sem skattheimta í fjárlögum, hagtölum og alþjóðlegum samanburði. Það verður ekki hægt að fegra myndina og blekkja með því að kalla skattinn gjald. Og ríkinu verður frjálst að nota peningana í hvað sem er. Skattheimtan tryggir ekki að eitthvað fari til vegamála. Og sagan segir okkur að freistingin að láta eitthvað annað hafa forgang verður mjög líklega stjórnvöldum ofviða.

Það vill stundum ske að patentlausnir, sem misvitrir stjórnmálamenn koma fram með, eru ekki heimilar samkvæmt gildandi lögum og stjórnarskrá þó sniðugar séu. Oft mætti halda að sumir þeirra teldu sig undanþegna lögum og ríkið einkafyrirtæki þeirra.

Hábeinn (IP-tala skráð) 5.1.2019 kl. 01:02

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Veggjöld eru notuð í langflestum löndum og oftast þannig að ökumenn eigi kost á því að fara áfram án veggjalda gömlu leiðina bæði á framkvæmdatímanum og eftir hann.

Tek undir þetta. Borgum inn á autóbahnann milli Hveragerðis og Selfoss, sem verður nýr vegur skildist mér. Þá má maður vonandi slá í drógina sem kemst í 180 en má hvergi eða hvað?

Halldór Jónsson, 5.1.2019 kl. 07:29

4 identicon

Sæll Ómar - sem og aðrir gestir þínir, og þökk fyrir samskipti liðinna ára !

Ómar !

Þér: og reyndar ykkur öllum að segja, kynni Móralzkur stuðningur við vega- gjöld eða tolla að aukast að miklum mun, hefði Sigurður Ingi Jóhannsson þann manndóm til að bera:: að endurgreiða okkur, fólkinu í landinu (í Peningum) / sem og fyrirtækjunum Bifreiðagjöldin, sem við eigum inni hjá Ríkissjóði, síðan í ársbyrjun 1991.

En eins og við munum Ómar - áttu þau einungis að vera viðvarandi, frá 1. Janúar 1989 / að og með, í hæsta lagi, út árið 1990, skv. marg- yfirlýs tum loforðum Þorsteins Pálssonar og Jóns Baldvins Hnnibalssonar þáverandi ráðherra, í Kastljóss þættti Ríkissjónvarpsins, í September (misminni mig ekki), árið 1988.

Meira að segja Búkollurnar (á sínum Græn/Hvítu númeraplötum): eru ekki undanþegnar þessum brjálæðislegu ofur- gjöldum:: gjöldum, sem aukinheldur hafa farið í flest annað, en eðlilegt viðhald vega og brúa, í landinu.

Verði Sigurður Ingi - sem og 1 helzti lagsmaður hans, Jón Gunnarsson ekki við þessum sjálfsögðu leiðréttingum, er einboðið, að þeir:: ásamt þorra annarra samþingmanna sina, ættu að verða bornir út úr þinghúsinu við Austurvöll ykkar Reykvíkinga, með vansæmd einni, og engum Silkihönskum, fjölfræðingur góður !

Tómt mál: að tala um annað, í þeirri stöðu, sem við blasir í samgöngumálum innan við Þrjú Hundruð Þúsunda manna þjóðarbrotsins, þess íslenzka !

Með beztu kveðjum sem oftar - af Suðurlandi /

  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.1.2019 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband