Varað við ónýtum merkingum á þekktustu hjólabraut landsins,

Úr því að varað er við rusli í Öskjuhlíð í tengdri frétt á mbl.is er kannski ástæða til þrss að vara við lúmskri hættu sem finna má á einstökum stöðum í hjólastígakerfi borgarinnar, þótt stórstígar framfarir hafi orðið á því sviði.

Líklega er hjóla- göngubrautin með tveimur brúm þvert yfir Elliðaárnar og Geirsnef þekktasta og dýrasta framkvæmd af sínu tagi hér á landi. En um leið mikil þjóðþrifaframkvæmd vegna þess mikla sparnaðar sem felst í fækkun avarlegra slysa.   

Hún stytti nefnilega ekki aðeins leið hjóla- og göngufólks yfir Elliðaárnar um minnst 600 metra heldur skapaði hún möguleika á að stórminnka þá slysahættu, sem fylgdi því að gangandi fólk og hjólreiðafólk reyndi annars að fara inni í hraðri og þéttri bílaumferðinni inni í þeim meginkrossgötum höfuborgarsvæðisins og landsins sem eru á svæðinu Ártúnshöfði-Mjódd.

Hönnun þessa tímamótamannvirkis átti að standast ströngustu alþjóðlegar kröfur en gerir það ekki og hefur ekki gert það vegna skorts á merkingum eða skorti á viðhaldi á þeim.  

Sem er merkilegt út af fyrir sig, því að fyrir því var haft strax í upphafi að setja upp þessi fínu ljósker niðri við jörð meðfram köntum hinnar malbikuðu brautar.  

Þó var ekki farin öll leiðin í því efni heldur skildar eftir tvær dimmar beygjur þar sem slíkra merkingar hefði verið nest þörf.

Verra er þó að miðlínumerkingunni á tvístefnuaksturs hjólastígnum hefur ekki verið haldið við, þannig að hún ýmist sést ekki eða að það grillir ógreinilega í hana,  

Hjólamaður, sem kemur úr vestri að vesturenda þessarar leiðar sér ekkert sem gefur upplýsingar um hana heldur aðeins endann á tveimur áþekkum malbikuðum brautum framundan með graseyju á milli, svona eins konar smækkaðri gerð af tvöfölduðum þjóðvegi með einstefnu í sitt hvora átt, sitt hvorum megin við graseyjuna. Mini tvöfölduð Reykjanesbraut.

Ef miðjumerkingin væri í lagi myndi eðli stígsins blasa við honum. 

Þessi hjólamaður sér hins vegar enga miðjumerkingu og gæti því allt eins hjólað áfram á svipaðan hátt og sést svo oft gert hér á landi, plantað sér niður vinstra megin af gömlum vana.

Ef hann heldur áfram á þennan hátt, hjólar vitlausu megin á móti tvístefnuumferðinni,stefnir í árekstur nema hann sjái í tíma villu síns vegar ef hjól kemur á móti.

Ef hann er hins vegar svo óheppinn að hann mæti hjóli í beygju sér sá, sem kemur á móti, ekki hina óvenjulegu og ólöglrgu stöðu hins hjólamannsins,vegna þess hve hjólastígurinn er mjór.

Síðastliðinn miðvikudag varð þarna í aflíðandi beygju hjólaslys með beinbroti vegna þess að hjólamaður á austurleið missti sjónar því hvar á hinni mjóu tvístefnakbraut hann var og hjólaði vitlausu megin á móti umferð úr gagnstæðri átt svo að úr varð árekstur,

Furðulegt er að hjólabrautin er aðeins 2,50 m breið, en brautin fyrir gangandi fólk 2,90 m. 

Þó er hraði og þungi hjólanna mun meiri og meðalmaður 0,43 sm breiður, en breidd hjóls 0,70 - 0,90 m, 

Líklega hefði umrætt slys síður orðið þarna ef nerkingar hefðu verið í lagi og brautin breiðari. 

 

  


mbl.is Varað við beittum stálbitum í Öskjuhlíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Þarna er nú eitt bruðlið í framkvæmdum hins opinbera, þessar tvær hjóla/göngu brýr kostuðu 250 milljónir meðan brúin yfir Múlakvísl kostaði tæpar 460milljónir og vegur 200 milljónir. 2016 voru tvær aðrar byggðar ofar fyrir 80 millur.

Gildir ekki sama venja og í annari umferð að mætast hægrameginn, þú ert þá með bil vinstramegin við þig fyrir umferð á móti

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 6.1.2019 kl. 15:18

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Jú það á að vera hægri umferð en hjólreiðamaðurinn á austurleið vék óvart yfir til vinstri í veg fyrir umferðina á móti.

Ómar Ragnarsson, 6.1.2019 kl. 18:06

3 identicon

Ekki goot að heyra af reiðhjólaslysum.

Ein athugasemd, varðandi hjólandi umferð á hjólreiðastígum,  hraði hjólreiðafólks, og að hjóla í hóp.

Hjólastígar eru mismunandi, sé þeim ekki haldið við eða hreinsaðir reglubundið, þá segir sig sjálft, að hjóla þarf um þá af varkárni, með aukinni athygli..og.. minni hraða.

Sem hjólreiðamður, þá lendi ég reglubundið í því, að fara eftir stígum, þar sem eru af blindhorn og blindbeygjur.  Hef þurft að stöðva vegna annara hjólreiðamanna, og þeir vegna mín.  Hefði hraði okkar hjólandi verið meiri, þá hefði orðið slys.

Þeir sem æfa hjólreiðar í hóp, þurfa að læra að tkaka tillit til annarar umferðar, séu vegir eða brautir ekki lokaðar sérstaklega fyrir þá.

Heimir H. Karlsson (IP-tala skráð) 7.1.2019 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband