19.1.2019 | 18:11
Ísland kom til Reykjavíkur á hádegi í dag.
Aðventan leið, jólin, áramótin og þrettándinn liðu og komið var fram yfir miðjan janúar án þess að stanslaus söngur laga um jólasnjóinn í tvo mánuði virtist ætla að hafa minnstu áhrif á sumarveðrið sem lék lausum hala vikum saman.
Þegar litið var út um gluggann um hálf tólf leytið í morgun virtist enn allt við hið sama, en þegar komið var út kortéri síðar kygndi niður niður hnausþykkri hundslappadrífu í þeim mæli sem íslenska vetrinum er einum lagið, varla mögulegt að hafa undan við að skafa snjóinn af bílnum.
Þorrinn kominn á hálftíma beint ofan í haust sem var tveimur mánuðum lengra en almananakið segir til um.
Ef þetta er ekki Ísland, þá hvað?
Loksins snjór | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.