Nútíma skylmingaþrælar?

Útaf fyrir sig er ekkert óeðlilegt við það að leikmenn meiðist í hraðri og oft grófri átakaíþrótt og handbolti er. 

En öðru máli gegnir um þrálát meiðsl eins og í nára, læri og í hnéi, sem taka okkar bestu menn úr leik, janvel þrjá í einu, og eru augljóslega álagsmeiðsli, til komin vegna ómannúðlegrar keyrslu og ofurmannlegs álags dag eftir dag og viku eftir viku á bestu handboltamönnum heims þegar þeir eru pískaðir áfram og nánast pyntaðir. 

Þetta er farið að minna á rómversku skylmingaþrælana í fornöld. 

Það mætti alveg fara að íhuga þann möguleika að handboltamennirnir sjálfir rísi gegn gegn þessu ofríki.  


mbl.is Þjóðverjar voru númeri of stórir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband