Minnir á örlög Glenn Millers.

Hvarf flugvélar með Emiliano Sala yfir Ermasundi minnir á enn stærri harmleik 1944 þegar flugvél með hinum heimsfræga tónlistarsmanni og hljómsveitarstjóra Glenn Miller hvarf sporlaust á leið yfir sundið.Piper-Malibu-PA-46-Paint-1[1]

Aldrei spurðist neitt til flugvélarinnar og hvarf hennar varð einn af eftirminnilegri atburðum stríðsins, því að lög hljómaveitarinnar voru efst á vinsældalistunum víða um heim á þessum árum og hafa sum, svo sem lögin "In the mood", og "Moonlight serenade" orðið að tærri klassík og táknum þeirra tíma.

Piper Malibu er flott og fullkomin mjög hraðfleyg og sparneytin lítil skrúfuþota með jafnþrýstklefa og þægindum og enda þótt hreyfillinn sé aðeins einn, er ómögulegt að segja neitt um orsök slyssins.

Eins hreyfils flugvélar með skrúfuþotuhreyfli eru með lægri slysatíðni en tveggja hreyfla vélar með bulluhreyflum.  


mbl.is Kveðjustundin sem engan grunaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Það er nú ekki alveg öruggt að Glenn Miller hafi í raun og veru farist yfir Ermasundi eins og haldið var fram af skiljanlegum ástæðum.

Jónatan Karlsson, 23.1.2019 kl. 20:38

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er sameiginlegt þessum tveimur atburðum, eins og sjá má á texta pistilsins, að báðar flugvélarnar hverfa yfir Ermasundi. 

Ómar Ragnarsson, 23.1.2019 kl. 21:14

3 identicon

Sæll Ómar.

Hér virðist sannast sagna ekki allt með felldu.

Húsari. (IP-tala skráð) 23.1.2019 kl. 22:35

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Bestu græjur gera ekki góðan enda í flugi ef flugmaðurinn eru ekki í hlutfalli við þær. Sbr þetta hvarf , Meeks í Keflavík, Kennedy í Marthas Wineyard,Crazy Lee, Alex hina fögru með dótturina sína sem ég kvaddi með ósk um að fara hvergi á þessu einshreyfils rúffi með eina vakúmpumpu, Björn Pálsson og félagar,  hvað á ég að halda fram lengi?

Halldór Jónsson, 24.1.2019 kl. 02:26

5 identicon

Sæll Ómar.

Sá er munur á að gríðarlegir
fjárhagslegir hagsmunir voru í húfi;
allt ferlið síðustu daga fyrir opnum tjöldum,
í stað þess að ætla hefði mátt að menn tryggðu
eign sína betur, - eða gerðu þeir það nokkrum dögum áður?

Húsari. (IP-tala skráð) 24.1.2019 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband