Flugstjórar hafa flogið í "black-out" ástandi.

Heilinn er torskilið fyrirbrigði og fyrirbærið "black-out" eða algert minnisleysi vegna ölvunar eða taugaáfalls er þekkt meðal áfengissjúklinga. 

Það getur orðið svo magnað fyrirbæri, að jafnvel flugstjórar hafi flogið heilar flugferðir án þess að mun neitt eftir því eftir á.

Einn af meðferðarráðgjöfum SÁÁ, kona, lýsti því hvernig hún lagði sig fram við að leyna veikleika sínum með því að sinna foreldrisskyldum sínum til hins ítrasta. 

Eitt sinn vaknaði hún svo seint, að komið var hádegi, og sér til skelfingar mundi hún ekkert eftir sér frá því kvöldið áður. 

Hún hafði því ekki aðeins vanrækt að vekja son sinn til að fara í skólann, heldur líka vanrækt að útbúa fyrir hann nesti eins og hún gerði ævinlega og sjá um að hann færi í nýþvegin föt.  

Þegar drengurinn kom heim í þann mund sem hún vaknaði fór hún varfærnislegs að spyrja hann um atburði morgunsins og þá kom í ljós að nestið og fötin höfðu verið til staðar upp á punkt og prik eins og venjulega.

Hún hafði sinnt þessu öllu óaðfinnanlega í "óminnisástandi". 

Þegar Joe louis var í fyrsta sinn á glæsiferli sínum sleginn í gólfið í 4. lotu, reis hann strax upp og barðist áfram vasklega í sjö lotur eftir það í þessu einvígi um heimsmeistaratitilinn.

Hafði meira að segja betur í nokkrum lotum.

Eftir bardagann sagðist hann ekki muna eftir neinu frá 4. lotu þangað til bardaganum var lokið.


mbl.is Týndi fötunum og man ekki neitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband